Gátt - 2014, Page 18

Gátt - 2014, Page 18
18 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Fjöldi innflytjenda er mismunandi eftir hverfishlutum: 24,6% búa í Efra-Breiðholti, eða 2.134 16,2% búa í Neðra-Breiðholti, eða 634 11,8% búa í Seljahverfi, eða 956 Pólverjar eru fjölmennastir eða um 5% af íbúum Breiðholts (3% af landsmönnum), þá kemur fólk af asískum uppruna og því næst fólk frá Eystrasaltsríkjunum. Í skýrslu Fjölmenn- ingarseturs um stöðu innflytjenda kemur fram að hlutfall innflytjendabarna, sem hefja nám í framhaldsskóla, er 80% á meðan sambærilegt hlutfall íslenskra barna er 96% en brotthvarf innflytjenda er um 20% sem er örlítið meira en brotthvarf íslenskra ungmenna en hlutfall erlendra nemenda í grunnskólum í Efra-Breiðholti er mjög hátt en í Fellaskóla er hlutfallið um 70%. Hlutfall íbúa í Breiðholti á aldrinum 25–54 ára í Breið- holti, sem aðeins hefur lokið grunnskólaprófi, er talsvert hærra en í Reykjavík almennt. Í Neðra-Breiðholti og Selja- hverfi er hlutfallið 41,8% og í Efra-Breiðholti er hlutfallið enn hærra eða 49,7%. Í öðrum hverfum Reykjavíkur er meðaltal þeirra, á aldrinum 25–54 ára, sem einungis er með grunn- skólapróf 32,8%, sjá töflu 1. Áætla má að um 3.300 manns á aldrinum 25–54 ára séu án formlegrar menntunar. Erfiðara er að segja til um mennt- unarstig brotthvarfshópsins (18–25 ára) enda hluti hans enn í framhaldsskóla. Tafla 2 – Hlutfall nemenda sem finnst mjög eða frekar líklegt að þau fari í nám á háskólastigi. Niðurstöður R&G. Breiðholt 2012 Reykjavík 2012 9. bekkur 74% 82% 10. bekkur 70% 81% Þegar viðhorf nemenda í 9. og 10. bekk til menntunar eru skoðuð kemur í ljós að lægra hlutfalli þeirra finnst mjög lík- legt eða líklegt að þau fari í nám á háskólastigi en almennt gerist í Reykjavík, sjá töflu 2. Þjónustumiðstöð Breiðholts og Fjölbrautaskólinn í Breið- holti vinna saman að skimun fyrir brotthvarfi í grunnskólum í hverfinu. Markmið verkefnisins er að styðja við og ná til þeirra nemenda sem líklegir eru til að fara ekki í framhalds- skóla eða hverfa úr námi. Til að sporna gegn brotthvarfi hefur þeim nemendum, sem skimaðir eru með einkenni þunglyndis og kvíða, verið boðið að taka þátt í hugrænni atferlismeðferð (HAM) og hefur það skilað góðum árangri. Menntun núna í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts, FB og Vinnumálastofnun mun bjóða upp á HAM-námskeið fyrir eldri nemendur og einstaklinga sem óska eftir stuðningi vegna kvíða og þunglyndis. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði Reykjavíkur- Tafla 1 – Menntun í breiðholti. Menntunarstig Karlar og konur Grunnmenntun Framhaldssk. menntun Háskólamenntun Upplýsingar vantar Hverfi Aldur Hlutfall % Hlutfall % Hlutfall % Hlutfall % Reykjavík Alls 16–74 ára 32,8 33,6 32,4 1,1 Reykjavík 16–24 ára 62,0 34,8 2,5 0,7 Reykjavík 25–54 ára 22,8 32,1 43,9 1,3 Reykjavík 55–74 ára 31,4 35,9 31,5 1,2 109 Breiðholt Alls 16–74 ára 41,8 34,0 21,5 2,7 109 Breiðholt 16–24 ára 66,5 32,7 0 0,8 109 Breiðholt 25–54 ára 38,8 30,5 26,1 4,6 109 Breiðholt 55–74 ára 29,4 39,5 29,7 1,3 111 Breiðholt Alls 16–74 ára 49,7 38,4 10,8 1,1 111 Breiðholt 16–24 ára 78,9 21,1 0 0 111 Breiðholt 25–54 ára 40,2 44,3 13,6 1,9 111 Breiðholt 55–74 ára 50,2 37,4 12,3 0
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.