Gátt - 2014, Síða 20

Gátt - 2014, Síða 20
20 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 innflytjenda, til dæmis með því að gera kröfu um að fólk tæki þátt í ákveðinni fræðslu og fengi ókeypis íslenskunámskeið. brotthvarfshópur Ákveðið var að vinna sérstaklega með brotthvarfsnemendur á aldrinum 18–25 ára sem stundað hafa á einhverjum tíma nám við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Greiningarvinna Berglindar Höllu Jónsdóttur, áfangastjóra í FB, leiddi í ljós að 316 Breiðhyltingar á aldrinum 18–25 ára (fædd 1988– 1996) hafa hafið nám í FB en ekki lokið því, 193 karlar og 123 konur. Umræddir nemendur hafa lokið 0–174 einingum á framhaldsskólastigi en stúdentspróf er 140 einingar. Þegar litið er til fjölda eininga, sem nemendur hafa lokið, þá kemur í ljós að flestir hafa staldrað stutt við eða lokið 0–18 ein- ingum en einnig er stór hópur sem ætti að eiga tiltölulega stutt eftir til að ljúka starfsnámi eða stúdentsprófi, þ.e. hefur lokið 84–174 einingum, sjá töflu 4. Nemendurnir voru flestir á almennum bóknámsbrautum eða 195 en 121 á starfs-/ verknámsbrautum. Frá þátttakendum í rýnihópi • „hef prófað að vera í fjarnámi … alltof erfitt … „ Betra ef fyrirlestrar væru á netinu og tími í skóla myndi nýtast í aðstoð“ • „Mér fannst ekki neitt spennandi í boði enginn áfangastaður í kerfinu“ • „þú ert á tvöföldum hraða á kvöldin …“ • „ Slæmt?“ „ef þú ert ekki búinn að vera lengi í skóla“ • „er ekki hægt að taka alls konar verkefni … í staðinn fyrir að láta alla hópana fara í gegnum það sama … Ég held að það sé ekki hægt að finna eina lausn fyrir alla“ • „… ég hef ekki sama stuðningsnet og flestir… ef ég missi framfærsl- una þá bý ég bókstaflega á götunni …“ Á R A N G U R A F V e R K e F N I N U Árangur af verkefninu verður ekki síst metinn með því að mæla árangur þátttakenda meðan á verkefninu stendur þar sem ólíklegt er að árangur sjáist í opinberum gögnum, a.m.k. ekki á þeim tveimur árum sem verkefnið nær til þar sem aðeins lítill hluti þátttakenda mun geta lokið formlegu námi á þeim tíma. Í samningi við ráðuneytið voru eftirfarandi árangursviðmið: (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2014): • 1.220 einstaklingar fari í ráðgjafaviðtöl, • 180 einstaklingar fari á íslenskunámskeið, • 720 einstaklingar taki þátt í fræðslukvöldum og opnum námskeiðum, • 230 einstaklingar taki þátt í lengri námskeiðum fram- haldsfræðslunnar, • 90 brotthvarfsnemendur hefji nám að nýju, • 30 nemendur taki þátt í námskeiðinu Námskrafti, • 60 einstaklingar fari í raunfærnimat, • 600 einstaklingar fái mat/viðurkenningu á sínu fyrra námi. Meginþunginn í starfseminni um vorið fólst í undirbúningi fyrir næsta haust varðandi námsframboð, almenna fræðslu, ráðgjafaþjónustu og kynningarstarf. Íslenskuþorpið Gerður var samningur við verkefnið „Íslenskuþorpið“ sem fór af stað í tengslum við íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Íslands. Nemendur eru þjálfaðir í að eiga í samskiptum við stofnanir og fyrirtæki á íslensku og tóku 10 fyrirtæki og stofnanir í Breiðholti þátt í Íslenskuþorpinu. Íslenskunemarnir undirbúa sig í kennslustofu áður en þeir fara í Íslenskuþorpið til að sinna erindum sínum. Starfsfólkið í fyrirtækjunum tekur þeim fagnandi og tryggir að íslenska verði töluð við afgreiðsluna. Íslenskuþorpið myndar þannig styðjandi umgjörð á leið til virkrar þátttöku í samfélaginu, sjá nánar www.islenskuthorpid.is. Aðferðir og nálgun Íslenskuþorpsins hefur verið mark- visst beitt á fjórum íslenskunámskeiðum á vegum verkefnis- ins auk þess sem allir kennarar og nemendur hafa getað nýtt sér þjálfun og reynslu fyrirtækja í hverfinu af verkefninu. Þann 16. október síðastliðinn var kynning fyrir íslenskukenn- ara hjá Mími-símenntun og Jafnréttishúss á Íslenskuþorpinu Tafla 4 – einingum lokið. Nemendur Einingum lokið 119 0–18 einingar 80 19–37 einingar 48 38–58 einingar 39 59–83 einingar 30 84–174 einingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.