Gátt - 2014, Síða 22

Gátt - 2014, Síða 22
22 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 í Grunnmenntaskólanum frá Mími sem kenndur er í FB en hópurinn er að stærstum hluta nemendur sem hafa horfið frá námi í FB. Samstarf Mímis og FB getur orðið fyrirmynd að sams konar samstarfi framhaldsskóla og framhaldsfræðslu- stofnana. Boðið er upp á stuðningstíma einu sinni í viku í stærð- fræði, íslensku og ensku 102 í Fjölbrautarskólanum í Breið- holti. Mikil eftirspurn var eftir aukatímum í stærðfræði sem var fjölgað í kjölfarið. Stoðtímar eru aðgengilegri bæði fyrir nemendur í FB og námsbrautum Mímis og Námsflokkanna. Námsráðgjafi Menntun núna hefur haldið námskeið í náms- tækni fyrir kvöldskólanemendur, nemendur á starfsbraut og í Grunnmenntaskólanum. Námsráðgjafi tekur viðtöl við alla nemendur í lengri námsbrautum og hittir þá reglulega til að fara yfir námsframvindu og líðan. Á næsta ári er fyrirhugað að fara af stað með a.m.k. eitt námskeið af Námskrafti, 2 Grunnmenntaskóla, 2 Land- nemaskóla og mögulega Menntastoðir. Þá er horft til þess að bjóða upp á eina samþætta önn fyrir leik- og skólaliða og stuðningsfulltrúa í kjölfar raunfærnimats í stofnunum borgarinnar í hverfinu. Sérsniðin námskeið og samstarf Verkefnastjóri Menntunar núna kom að hugmyndavinnu og stefnumótun um „Fjölskyldumiðstöð í Gerðubergi“ sem lögð var fyrir Borgarráð á haustdögum 2014. Í tengslum við þessa vinnu komu meðal annars upp hugmyndir um HAM-nám- skeið í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts og FB sem og samstarf við Geðheilsustöð Breiðholts um námskeið fyrir notendur. Geðheilsustöð Breiðholts hafði þegar haldið nám- skeiðið Gæfuspor fyrir þolendur ofbeldis sem glímdu meðal annars við þunglyndi og kvíða. Þegar höfðu tveir hópar farið í gegnum námskeiðið við Geðheilsustöðina með góðum árangri. Í mati á námskeiðinu kom fram vilji þátttakenda til að halda áfram að læra en námskeiðið hefur verið leið margra þátttakenda aftur út í samfélagið. Byggt á reynslu Starfsendurhæfingar Norðurlands á Akureyri, í samráði við starfsmenn Geðheilsustöðvar og þátttakendur í Gæfu- sporum, var þróað 10 vikna námskeið, kennt þrisvar í viku eftir hádegi í Árskógum. Þar var blandað var saman Núvitund og námskeiðinu „Breytingar, tækifæri og markmið“ auk þess sem þátttakendur unnu með námsráðgjafa að því að greina áhugasvið sín samhliða því að vinna náms- og starfsferils- skrár. Árangur af námskeiðinu fór fram úr björtustu vonum og flestir þátttakendur eru nú á leiðinni í nám eða aftur út á vinnumarkaðinn, margir eftir að hafa verið óvirkir í ár eða áratugi. Áframhaldandi samstarf verður við Geðheilsustöð- ina vegna næsta Gæfuspora námskeiðs sem og fræðslu og starfsþjálfunar notenda í Fab Lab. Í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts, Fjölbrautar- skólans og Heilsugæslunnar í Breiðholti verður haldið nám- skeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM) fyrir þá sem horfið hafa burt úr námi eða starfi sökum kvíða og þunglyndis. Hugmyndin byggist á samstarfi Þjónustumiðstöðvar við FB og grunnskóla í hverfinu þar sem framkvæmd var skimun á einkennum þunglyndis og kvíða hjá nemendum í 9. og 10. bekk þar sem boðið var upp á HAM-námskeið fyrir hópinn í viðtali við nemendur og foreldra þeirra. Meginmarkmið skimana og HAM-námskeiða var að fyrirbyggja brotthvarf og stuðla að frekara námi. Í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts og FB verður unnið að því að mæta þörfum ólíkra hópa í hverfinu fyrir fræðslu, sjálfsstyrkingu og starfsþjálfun með það að mark- miði að fólk fari aftur í nám eða út á vinnumarkaðinn. Fræðsla og fyrirlestrar Þátttaka í opnum námskeiðum á borð við fimmtudags- fræðslu, núvitund, skyndihjálp, opnu tölvuveri, Fab Lab- smiðjum og kynningum hefur verið góð. Fimmtudagsfræðsla er heiti á stuttum námskeiðum og erindum sem haldin eru á tveggja vikna fresti í samstarfi við Menningarmiðstöðina Gerðuberg og Þjónustumiðstöð Breiðholts og auglýst sem hluti af dagskrá hennar. Að jafnaði mæta 10–12 manns á hvern viðburð. Á föstudögum er opið tölvuver fyrir byrjendur í sam- starfi við Félagsstarfið í Gerðubergi en 6–10 manns mæta að jafnaði í fræðsluna sem er einstaklingsmiðuð. Námskeiðið „Í GRASRÓTINNI – um stofnun og rekstur frjálsra félagasam- taka“ fór af stað í byrjun nóvember og leiðtoganámskeið fyrir konur fer af stað í desember. Markmiðið með báðum þessum námskeiðum er að styðja við starfsemi félaga og sjálfboðaliðastarf bæði innflytjenda og annarra íbúa. Í undirbúningi er vikuleg íslenskukennslu og talþjálfun með áherslu á leiklist, tónlist og almenna skemmtun sem hefst í kjölfar útskrifta íslenskunámskeiða í nóvember. Haldin voru þrjú skyndihjálparnámskeið fyrir almenning vorið 2014 og boðið verður upp á tvö slík í nóvember auk þess sem átta vikna námskeið í núvitund hófst í lok október.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.