Gátt - 2014, Síða 33

Gátt - 2014, Síða 33
33 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 K y N j A H L U T F A L L o G M e N N T U N A R - S T I G Fleiri karlar en konur fengu könnunina senda en svarhlut- fallið var jafnt milli karla og kvenna. Meira en helmingur þátttakenda var á aldrinum 28 til 40 ára en fólk eldra en 61 árs var aðeins 3,1%. Hlutfall þeirra sem hafa lokið námi á framhaldsskólastigi, þ.e. tækninámi, iðnnámi eða eru með stúdentspróf, er 64,8. Alls 30,3 % þátttakenda hafa lokið námi á háskólastigi. Hærra hlutfall kvenna en karla hefur lokið háskólanámi (57,7% kvenna á móti 42,3% karla) og hærra hlutfall karla en kvenna höfðu lokið iðn- eða tækni- námi (57% karla á móti 43% kvenna). Meirihluti þátttak- enda í hópi 40 ára eða eldri hafa iðn- eða tæknimenntun. Í yngri aldurshópnum er menntunin fjölbreyttari. Alls gáfu þátttakendur upp 79 starfsheiti en þau al- gengustu eru birt í mynd 2. Sumir gáfu ekki upp neitt starfs- heiti þar sem þeir hafa einungis lokið grunnskólanámi eða eru með almennt stúdentspróf (alls 6,2%). Gefa mátti upp fleiri en eitt starfsheiti. Starfsheitin eru af fjölbreyttum toga og spanna allar helstu iðngreinar, þjónustugreinar og störf á heilbrigðissviði. Starfsheitin eru þverskurður af þeirri menntun sem Pólverjar hafa og gefa góða vísbendingu um þá menntun sem pólskir innflytjendur búa yfir. Reynsla þátttakenda á vinnumarkaði er einnig yfirgrips- mikil. Í mynd 3 má sjá þau störf sem oftast voru nefnd. Alls gáfu þátttakendur upp 120 ólík störf sem þeir höfðu reynslu af. Velja mátti fleiri en eitt starf, þar sem þátttakendur voru beðnir að velja eða gefa upp alla starfsreynslu lengri en 6 mánuði sem þeir bjuggu yfir, hvort sem er á Íslandi eða ann- ars staðar. Eins og sjá má á mynd 3 er reynsla af afgreiðslu- störfum oftast nefnd en einnig hafa margir unnið iðnaðar- störf, sem kokkar eða við þjónustu. Meðal áhugaverðra starfa sem þátttakendur hafa reynslu af má nefna byggingu gler- svala, glerblástur, stíflugerð, gangagerð, mannauðs stjórnun, vinnu í brugghúsi, innanhússhönnun, umsjón tölvukerfa og lögfræðistörf svo nokkur séu nefnd. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu áhuga á að stunda starfstengt nám. Mikill meirihluti hefur áhuga á því, eða alls 72,9%. 19,4% eru óvissir og 7,8% hafa ekki áhuga. Munur er á konum og körlum í þessu sambandi og einnig skiptir aldur og menntunarstig þátttakenda máli. 75,6% kvenna sögðust hafa áhuga á móti 70,1% karla. Yngri svar- endur hafa meiri áhuga en þeir eldri. Áhugasamasti hópurinn er á aldrinum 41–50 ára, þar sem alls 81,8% sagðist hafa áhuga á starfstengdu námi. Eins og sjá má á mynd 4 er það starfstengda nám sem þátttakendur hafa mestan áhuga á námskeið sem snýr að því hvernig á að stofna og reka fyrir- tæki á Íslandi. Einnig kom fram áhugi á að fá tækifæri til að taka meirapróf af ýmsum toga auk áhuga á leikskólaliða- og félagsliðanámi. Grunnskólapróf Lokið verkmenntun á framhaldsskólastigi Lokið tæknimenntun á framhaldsskólastigi Lokið framhaldsskóla Lokið háskóla 20,2% 10,1% 20,2 % 22,5% 22,1% 5,0% 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% Æðra námsstig, nám á masters- eða doktorsstigi Mynd 1 – Menntun 11,2% 8,9% 8,1 % 7,0% 7,0% 6,2% 6,2% 5,8% 5,0% 4,7% 3,9% 3,9% 3,9% 3,5% 3,5% Meistarapróf Diplóma í viðskiptafræði BA-gráða eða BS-gráða Bílstjóri Matreiðslumaður Húsgagnasmiður Ég er ekki með neina menntun Matartæknir Vélvirki Byggingatæknir Trésmiður Bifvélavirki Verslunarmaður Rafsuðumaður Afgreiðslumaður/ afgreiðslukona Mynd 2 – Starfsheiti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.