Gátt - 2014, Síða 37

Gátt - 2014, Síða 37
37 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 inu. Forsenda slíkrar viðurkenningar er að fræðsluaðili noti gæðakerfi með áherslu á nám fullorðinna (lög um framhaldsfræðslu 27/2010). Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur haft forgöngu um að þróa gæðakerfi fyrir fræðsluaðila utan hins formlega skólakerfis, European Quality Mark (EQM), og er vottunar- aðili EQM hér á landi. (Nánar má lesa um tilurð gæðavottunarinnar á vef FA: Fræðslumiðstöð atvinnulífs- ins, e.d.-a) Gæðavottun EQM stað- hróBjArtUr árNAsoN hásKóLA ÍsLANds, ásLAUg BárA LoFtsdóttir, BjArNdÍs FjóLA jóNsdóttir, KristÍN ÞórAriNsdóttir og sÆrúN rósA ástÞórsdóttir G Æ Ð A N Á M Hróbjartur Árnason G Æ Ð I Í K e N N S L U o G N Á M I Það getur verið erfitt að henda reiður á gæði í starfi skóla og annarra fræðslustofnana þar sem raunverulegur árangur af starfinu, lærdómurinn sjálfur, verður til í samvinnu við þá sem eiga að njóta gæðanna, þ.e. þátttakendurna. Starfsemi fræðslustofnunar gengur út á að þátttakendur læri. Hún snýst um að fólk, sem tekur þátt í atburðum sem eru skipulagðir af stofnuninni, viti, skilji og geti eitthvað eftir atburðina sem það vissi ekki og gat ekki áður, eða að það kunni og geti eitt- hvað betur en áður. Það liggur í augum uppi að lítill verður lærdómurinn án eigin vinnu þátttakenda. Þess vegna hlýtur samstarf starfsfólks fræðslustofnunar og þátttakenda að hafa úrslitaáhrif á árangurinn og þar með gæði námsins. Það er til lítils ef húsnæði uppfyllir alla gæðastaðla, öll ferli eru nákvæm, skráð og gagnsæ en þátttakendur læra ekki. Nú þegar margar fræðslustofnanir, sem starfa að fram- haldsfræðslu á Íslandi, hafa fengið gæðavottun (sjá lista yfir vottaðar stofnanir í heimildaskrá: Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins, e.d.-a) er við hæfi að spyrja hvaða áhrif gæðavottunin og einkum vinnan sem gæðavottunin hefur í för með sér hafi á starf þeirra. Á námskeiði um gæðastjórnun vorið 2014, við námsleið- ina Nám fullorðinna við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, ákváðu þátttakendur að kanna hvaða ávinning kennarar og verkefnastjórar þeirra hefðu haft af undirbúningi fræðslu- aðila í framhaldsfræðslu fyrir gæðavottun („gæðavinna“) og EQM-gæðavottuninni sjálfri. Þessir tveir hópar starfsmanna eru í nánum tengslum við þátttakendur og eru því í góðri aðstöðu til að hafa áhrif á gæði námsins. e Q M - G Æ Ð A V o T T U N Með auknu vægi náms og menntunar á fullorðinsárum hafa kröfur um fagmennsku í starfi fræðslustofnana aukist jafnt og þétt. Gott dæmi um þetta er að í nýjum lögum um framhalds- fræðslu gerir löggjafinn kröfu um að fræðslustofnanir, sem vilja starfa samkvæmt lögunum og þar með fá fjárveitingu úr ríkissjóði, skuli vera viðurkenndar af menntamálaráðuneyt- Áslaug Bára Loftsdóttir Kristín ÞórarinsdóttirBjarndís Fjóla Jónsdóttir Særún Rósa Ástþórsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.