Gátt - 2014, Síða 38

Gátt - 2014, Síða 38
38 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 festir að starfsemi fræðsluaðila standist evrópskar kröfur um gæði en undanfari vottunar er markviss vinna við sjálfsmat þar sem gæðaviðmið EQM eru lögð til grundvallar. Auk vott- unar getur afrakstur þessarar vinnu verið gæðahandbók þar sem starfsfólk hefur skráð áherslur, viðmið og ferla í tengslum við starfsemi sína (European Quality Mark, e.d.-b). EQM er dæmi um gæðavottun sem getur leitt til ofangreindrar vott- unar menntamálaráðuneytisins. Vinna við sjálfsmat að hætti EQM leiðir starfsfólk fræðsluaðila í gegnum ferli þar sem hugað er að mörgum þáttum náms – einkum þeim sem fræðslustofnunin getur haft áhrif á – og því hvernig gæðum verður náð. Við þessa vinnu þarf meðal annars að taka tillit til markmiða, stefnu, umhverfis og inntaks fræðslunnar og sammælast um hvaða leiðir henta best, hvað virkar vel og hvað má betrumbæta (Guðfinna Harðardóttir, 2008, bls. 28–29). Hlutverk og staða kennara í tengslum við gæði og „gæðanám“ Nám er samvinna þátttakenda og kennara en ekkert nám á sér stað nema nemandinn leggi sitt af mörkum til að læra: „Ég get ekki kennt neinum neitt …“ sagði Carl Rogers (Rogers & Freiberg, 1994), „… en ég get ef til vill hjálpað honum að læra.“ Þessi niðurstaða hans og svipaðar frá öðrum sem skrifuðu um nám undir merkjum húmanískra námskenninga um miðja síðustu öld eiga stóran þátt í að móta hefðir og venjur fullorðinsfræðslunnar, ekki aðeins á Vesturlöndum heldur um allan heim. Bera þar hæst hug- myndir og aðferðir brasilíska fullorðinsfræðarans Paolo Freire (2005) sem hafa mótað fræðslustarf sérstaklega í Suður-Ameríku og Afríku. Hugmyndir um að það sé hlut- verk kennarans að styðja við sjálfsábyrgð og virkni náms- mannsins sjálfs í náminu, skipulagningu þess og útfærslu hafa legið til grundvallar fullorðinsfræðslu síðan um miðja síðustu öld og trúlega fengið mesta útbreiðslu í gegnum skrif Malcolm Knowles (sjá t.d. Knowles o.fl., 2012). Torhild Slåtto (Slåtto, 2008) kom inn á þetta þegar hún setti fram- lag þátttakenda inn í jöfnu um gæði í fjarkennslu: [Gæði í þróun námskeiðs + gæði kennslu + gæði námsaðfanga + gæði í framlagi þátttakenda = góður námsárangur = gæði]. Það sem hún leggur áherslu á með þessari formúlu er að gæði í framlagi þátttakenda sé nauðsynlegur þáttur í lokaniðurstöðunni: Góðum námsárangi (eða „gæðanámi“). Það mætti jafnvel ganga lengra og segja að ef fram- lag námsmannsins er lítið sem ekkert séu litlar líkur á að nokkuð nám eigi sér stað og þar af leiðandi verður engum gæðum til að dreifa. Virkni þátttakenda í námi er að miklu leyti háð því rými sem kennari gefur henni í því námi sem hann skipuleggur fyrir þá og því hvað hann gerir til að laða fram virkni þeirra. Flestir eru vanir því úr grunn- og framhaldsskóla að kenn- arinn leiði og stjórni för og eru því tregir að axla ábyrgð á eigin námi, hvað þá að eiga frumkvæði. Ætla má að þetta eigi enn fremur við þegar þeir hefja nám að nýju eftir margra ára hlé frá skipulögðu námi. Það byggist því á vilja og hæfni kennarans að fá þátttakendur með og hjálpa þeim að axla ábyrgð í náminu. Ulf Ehlers, sem hefur rannsakað gæði í fjarnámi um árabil, hefur bent á að öll evrópsk stefnuplögg um nám full- orðinna byggist á svipuðum hugmyndum og að ofan en hann kallar þær nútímahugmyndir byggðar á hugsmíðahyggju og ímyndinni af hæfum og ábyrgum námsmanni sem leitist við að auka þekkingu sína og hæfni til þess að vera virkur í „þekkingarsamfélagi“ nútímans (Ehlers, 2005). Þar að auki séu margir sammála um að gæði náms verði til í samspili þátttakenda og námsefnis. Ehlers skrifar um gæði sem lif- andi fyrirbæri sem séu stöðugt á hreyfingu og námsmaðurinn býr til í samskiptum sínum við kennara og námsefni (Ehlers, 2006). Við viljum ganga skrefinu lengra og taka samnem- endur með í jöfnuna. Kenningar um „félagslegt nám“, sem fengu m.a. útbreiðslu í gegnum skrif Albert Bandura (1974) og kenningar um „félagslega hugsmíðahyggju“, gjarnan kenndar við Lev Vigotzky, Piaget og fleiri (sjá t.d. umfjöllun um þá hjá Illeris, 2007) opnuðu augu kennara fyrir því að full- orðnir námsmenn læra ekki síst í gegnum samskipti sín við aðra þátttakendur á námskeiðum og eru að glíma við sömu þekkingu og hæfni. Þeir læra þannig með því að fylgjast með öðrum læra, með því að spegla sig í þeirra hegðun (félags- legt nám) og í gegnum samræður þar sem þátttakendur „smíða“ sameiginlegan skilning á því sem þeir eru að læra þar sem samvinna og samtal leiða til þess að hver og einn þátttakandi nær að „smíða“ sína eigin mynd af því sem hann er að læra og hópurinn „smíðar“ sér líka sína sameiginlegu hugmynd um hið lærða. Það liggur í augum uppi að kennarinn er í sérstaklega sterkri stöðu til að stuðla að slíkri virkni og ábyrgu frum- kvæði þátttakenda sinna í námi. En líti kennarinn svo á að það sé fyrst og fremst hlutverk hans að „miðla“ réttri þekk- ingu og nemandans að vinna úr henni einn síns liðs, vantar stóran hluta í jöfnuna eins og Torhild Slåtto setti hana fram
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.