Gátt - 2014, Side 41

Gátt - 2014, Side 41
41 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Þetta rímar við margt sem hefur verið skrifað um einkenni fullorðinna námsmanna og hvers vegna þeir leggi stund á skipulagt nám (sjá t.d. Jóhanna Rósa Arnardóttir & Jón Torfi Jónasson, 2004) en það tengist líka einfaldlega því að það er alltaf tilgangur kennslu að fólk læri eitthvað. Og flestir sem skipuleggja nám, fjármagna það eða stunda það á full- orðinsárum sjá helst tilgang í náminu ef þeir sjá fyrir sér að geta nýtt það og fyrir fullorðið fólk virðist möguleikinn að geta nýtt hið lærða í starfi oftast vera í forgangi. Mal- colm Knowles (2012) er einn þeirra sem hefur lagt sérstaka áherslu á þetta. Góð tengsl við kennara Viðmælendur nefndu sérstaklega góð tengsl leiðbeinenda við þátttakendur sem mikilvægan þátt í gæðum í starfi fræðslustofnunar: 0 Þetta snýst líka um að kennarinn sé í góðum tengslum við nemandann, maður finnur það ef að kennarar halda hópnum sínum í góðri virkni og ég bara sé það þegar fólk nær tengslum við þátttakendur og mætingin er næstum 100% þeir halda þetta út og eru tilbúnir til þess að halda áfram. Ég tel að gæðin felist í því að þú sért með kennara sem getur lesið nemanda sinn og gefið upp hvað honum finnst. Að hann sé ekki að fela það að þetta er ekki að ganga og hvernig getum við unnið út úr því. Eðli málsins samkvæmt er kennarinn í sérstakri stöðu þegar hann kennir á námskeiði. Hann er í lykilaðstöðu til að móta félagslegt andrúmsloft námskeiðsins. Müller (1990) færir fyrir því sannfærandi rök að kennarinn skapi tiltekinn valda- strúktúr á því námskeiði sem hann leiðir, allt eftir því hvaða aðferðir hann velur og að hann geti þannig stýrt hvernig samskipti á námskeiðinu þróast. Þannig stýrir val aðferða því hvort þátttakendum á námskeiði finnist þeir geta nálgast kennarann, spurt spurninga og unnið þannig með námsefnið að þeir geti tengt það við eigin reynslu og jafnvel nýtt það í eigin lífi og starfi. Þess vegna er það í verkahring kennarans að skapa félagslegar aðstæður sem stuðla að námi. Þetta viðhorf kemur greinilega fram í máli viðmælenda okkar. Það er einnig áberandi í rannsóknum og kenningum um nám almennt og sérstaklega nám á fullorðinsárum. Við rekumst á þetta hjá fræðimönnum fyrri alda, eins og Comeniusi, sem skrifaði um ævinám á 17. öld (sjá t.d. Comenius, 1986) en það varð mjög áberandi hjá húmanistum eins og t.d. Carl Rogers (1994) þegar hann uppgötvaði að fólki gekk mun betur að læra þegar því var sýndur skilningur og fékk jákvæð viðbrögð við viðleitni sinni til að læra. Malcolm Knowles segir það beina afleiðingu af fullyrðingum hans um sérstöðu fullorðinna námsmanna að það sé eitt hlutverk kennarans að móta félagslegt námsumhvefi sem stuðli að námi (Knowles o.fl., 2012). Á H R I F G Æ Ð A V o T T U N A R Markmið gæðastjórnunar hlýtur að vera aukinn árangur í starfi. Þegar til stendur að innleiða aðferðir gæðastjórnunar vinnur starfsfólk saman að því að skilgreina starfsemi sína og að lýsa, skýra og skrá vinnuferla, ein afurð þeirrar vinnu getur verið gæðahandbók sem starfsfólk nýtir sér til stuðn- ings í vinnunni. Gæðavottun er síðan vottun utanaðkomandi aðila um að tiltekið starf við skipulagningu verkferla og sjálfsmat hafi farið fram, nauðsynlegar upplýsingar og ferlar skráðir og að fræðslustofnunin starfi í samræmi við þá ferla sem starfsfólkið hefur lýst. Því er þess að vænta að sú vinna, sem fór fram í aðdraganda vottunar, hafi áhrif á starfsemina sjálfa. Viðmælendur okkar gáfu til kynna hvaða áhrif starfið við skráningu ferla, sjálfsmat og gæðavottunina sjálfa hafði á vinnustaðinn þeirra. Þeim fannst að: • allir verkferlar og upplýsingar séu einfaldari, skýrari og aðgengilegri, • skipulag sé mun betra en áður, • skjalavarsla markvissari, • afleysingar séu mun auðveldari þegar skráður nám- skeiðsferill er til staðar,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.