Gátt - 2014, Qupperneq 47

Gátt - 2014, Qupperneq 47
47 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 I N N G A N G U R Stöðugar breytingar eiga sér stað á vinnumarkaði á Íslandi líkt og í öðrum vestrænum löndum, bæði hvað varðar menntun og hæfni fólks á vinnumarkaði sem og hvers konar störf eru í boði og hvaða menntunar og hæfni er krafist. Ýmsir þættir hafa þar áhrif á svo sem ný tækni, hagsveiflur, aukin alþjóðleg samskipti, breytt aldurssamsetning, búferla- flutningar og breytt hugarfar og viðhorf til menntunar, svo eitthvað sé nefnt. Þörf fyrir vinnuafl við ákveðin störf eða innan ákveðinna atvinnugreina hefur minnkað vegna tækni- framfara og þörf fyrir vinnuafl við annars konar störf og í nýjum atvinnugreinum vex að sama skapi. Þá tekur samsetn- ing vinnuafls stöðugum breytingum, til dæmis hvað varðar menntun, sem aftur hefur víxlverkandi áhrif á þau störf sem þörf er fyrir í samfélaginu. Það er samfélaginu mikilvægt að hafa þokkalegar upp lýsingar um hvernig vinnumarkaðurinn muni þróast á komandi árum og áratugum. Ekki síst er það mikilvægt fyrir menntakerfið, hvort heldur er hið formlega menntakerfi eða það sem er meira óformlegt og snýr að endur- og símenntun fólks í atvinnulífinu. Liggi fyrir þokkalegar spár um þróun starfa og þeirrar hæfni sem krafist er í slík störf eru meiri líkur á að menntakerfið sé búið undir að mæta fyrirsjáan- legum breytingum á vinnumarkaði hvað varðar námsfram- boð og skipulag. Vandamálið er að erfitt getur verið að sjá fyrir þróun á vinnumarkaði. Ný störf og jafnvel nýjar atvinnugreinar verða til með tiltölulega skömmum fyrirvara og breytingar eru oft örari en spár gera ráð fyrir. Menntakerfið getur átt erfitt með að fylgja þeim breytingum eftir þar sem nokkur ár tekur fyrir fólk að ljúka námi á framhalds- og háskólastigi. Á hinn bóg- inn getur líka orðið óvænt bakslag vegna kreppu sem hefur neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ákveðinni hæfni. Þó eru ákveðnir lykilþættir sem sjá má fyrir og eru hluti langtímaþróunar sem ekki raskast svo mjög af skamm- tíma hagsveiflum. Á það til dæmis við um sífellt hærra menntunarstig nýrra kynslóða samhliða aukinni spurn eftir menntuðu fólki á vinnumarkaði. Fyrirsjáanlegt er framhald þeirrar þróunar sem verið hefur um færslu starfa frá fram- leiðslustörfum og iðnaði yfir í verslun og þjónustu. Mann- fjöldaþróun er nokkuð fyrirsjáanleg til næstu áratuga enda ólíklegt að fæðingartíðni og lífslíkur breytist umtalsvert og eru búferlaflutningar því stærsti óvissuþátturinn hvað það varðar. KArL sigUrÐssoN F Æ R N I þ Ö R F Á V I N N U M A R K A Ð I Með umsókn um aðild að Evrópusambandinu fyrir nokkrum árum fékk Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrk til að þróa betur upplýsingaöflun, upplýsingagjöf og ráðgjöf sem tengist starfshæfni á vinnumarkaði. Einn liður í verkefninu var að vinna betur mat á framtíðarfærni- þörf á vinnumarkaði og var Vinnumálastofnun fengin til þess verkefnis og hefur vinnunni við þennan þátt verið stýrt af greinarhöfundi. Um nokkurt skeið hefur greinarhöfundur jafnframt komið að verkefni á vegum Evrópu- sambandsins þar sem unnið hefur verið að þróun líkans til að greina betur þróun vinnu- markaðar, vinnuafls, færniþarfar og samspils færniþarfar og menntunar í Evrópu. Markmið verkefnisins er að móta betur spár um færniþörf á evrópskum vinnumarkaði 10–20 ár fram í tímann og er þess vænst að það nýtist Evrópusambandinu og einstökum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) við mótun stefnu um vinnumarkaðsmál, menntun og færniþörf. Höfundur vinnur að skýrslu um færniþörf á íslenskum vinnumarkaði sem kemur út bráð- lega. Í þessari grein er rakið það helsta úr þessari vinnu sem snýr að íslenskum vinnumark- aði. Karl Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.