Gátt - 2014, Side 58

Gátt - 2014, Side 58
58 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 fyrir árangur í starfi og afkomu fyrirtækja. Um 50 hæfniþættir hafa nú verið þýddir á íslensku og staðfærðir hjá FA. G R e I N I N G A R F e R L I Ð Hæfniþættirnir eru megin verkfærin í greiningarferlinu. Í stuttu máli þá gengur greiningarferlið út á að meta og velja hvaða hæfni er mikilvæg til að sinna tilteknu starfi og síðan á hvaða þrepi (hversu mikil) hæfnin þarf að vera. Aðferðin byggir á virkri þátttöku hagsmunaaðila. Valinn er hópur 10 – 20 þátttakenda sem þekkja vel til viðkomandi starfs og taka þeir þátt í þremur þriggja tíma fundum. Yfirlit yfir ferlið má sjá á mynd 2. Auk fundanna þriggja fer fram gagnasöfnun og úrvinnsla. Á greiningarfundunum vinna þátttakendur með hæfni- þættina á spjöldum en það fyrirkomulag hefur reynst vel og þátttakendur hafa lýst ánægju með vinnubrögðin. Í könnun meðal þátttakenda í einu verkefni kom fram að allir sögðust myndu taka þátt í greiningarvinnu aftur væru þeir beðnir um það. Niðurstöður hæfnigreininga kallast starfaprófíll og inni- heldur hann bæði skilgreiningu á viðkomandi starfi og yfirlit yfir hæfnikröfur vegna starfsins. Lýsing á hæfnikröfum eru viðmið sem nota má til að hanna nám og/eða meta raun- færni auk þess sem þrepaskipting hæfniþáttanna getur nýst sem hvatning og markmið í starfsþróun. N Á M S K e I Ð o G H A N d b ó K Fram að þessu hafa verið gerðar nokkra hæfnigreiningar með þessari aðferð og hafa bæði verkfærin og aðferðin þróast með hverju verkefni2. Langflestar þessara greininga voru unnar af starfsfólki FA en hjá FA er vilji til að gera sam- starfsaðilum okkar kleift að nýta þessi verkfæri. Nú geta þeir samstarfsaðilar FA sem gera samkomulag við FA um hæfnigreiningar fengið aðgang að hæfniþátt- unum. Sú krafa er gerð að umsjónarmaður greininga sæki námskeið hjá FA en þar er afhent ítarleg handbók til að vinna eftir. Námskeið fyrir umsjónarmenn greininga er alls 12 klst. en auk þess er gert ráð fyrir undirbúning um það bil 3-6 klst. Markmið námskeiðsins er að þjálfa starfsmenn hjá sam- 2 Gerð er grein fyrir mörgum þessara verkefna í grein í Gátt 2013 „Greining á fræðsluþörf: Verkefni seinasta árs“ eftir Guðmundu Kristinsdóttur. Einnig birtist í Gátt 2011 grein eftir sama höfund sem lýsir þróunarferlinu. Undirbúningur umsjónarmanns: • Velja tengiliði og þátttakendur. • Safna upplýsingum um starfið. • Skipuleggja fundi. • o.fl..... Ákvörðun um greiningu, verkefni hefst! Skilgreining starfs Unnin lýsing á kjarna starfsins og verkþáttum þess. Afurð: Skilgreining starfs. Hæfnigreining Valdir hæfniþættir og þrep, þ.e. hæfnikröfur starfsins. Afurð: Drög að starfaprófíl. Samanburður Fyrsti fundur Annar fundur Þriðji fundur Hæfnikröfur starfsins bornar saman við skilgreiningu starfsins. Starfaprófíll fullunninn. Úrvinnsla og frágangur umsjónarmanns: • Skoða starfsgreinina í víðara samhengi. • Samræma niðurstöður og setja fram á staðlaðan hátt. • Verkefnalok, frágangur, kynningar • o.fl.... Nýting afurða t.d. námsskrárritun. Greiningarfundir með þátttakendum Greining á hæfnikröfum starfa – yfirlit ferlis Mynd 2 – Ferli hæfnigreininga hjá FA. Mynd 3: Dæmi um hæfniþátt á spjöldum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.