Gátt - 2014, Síða 59

Gátt - 2014, Síða 59
59 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 starfsaðilum FA til að vera umsjónarmenn greininga þar sem aðferð FA er beitt og hæfniþættir úr hæfnigrunni FA notaðir. Auk þess að sækja námskeiðið þurfa umsjónarmenn greininga að búa yfir reynslu í að leiða fundi og verkefni. Umsjónarmaður þarf að geta unnið með og virt ólík sjón- armið þátttakenda, þekkja til fræðsluhönnunar og starfs- umhverfis í framhaldsfræðslu. N I Ð U R S T A Ð A Aðferð FA við greiningar hefur reynst gagnleg til að leiða í ljós hæfnikröfur starfa. Greiningarfundir hafa gengið vel fyrir sig og þátttakendur undantekningarlaust mjög virkir og áhuga- samir. Hin mikla þátttaka hagsmunaaðila í greiningarferlinu er dýrmæt til að fá gilda niðurstöðu en líka til að skapa sátt um niðurstöðuna. Niðurstaðan, starfaprófíllinn, virðist góð undirstaða í námsskrárritun og til raunfærnimats en á næstu misserum mun koma reynsla á þann hluta ferlisins hjá FA og samstarfsaðilum. Mennta- og menningarmálaráðuneytið veitti FA styrk haustið 2013 til að lýsa aðferðinni og þróa námskeið og handbók fyrir þá sem ætla sér að verða umsjónarmenn greininga. Þessu verkefni lauk í apríl 2014. K y N N I N G A R e F N I Á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www. frae.is er að finna lítið rit sem kallast: Kynn- ingarefni: Hæfnigreiningar Fræðslumið- stöðvar atvinnu lífsins. Þar eru ítarlegri upplýsingar um aðferðina, þróun hennar og faglegan bakgrunn. Þá eru þar viðaukar sem sýna framsetningu niðurstaðna hæfnigrein- inga o.fl. Kynningarefnið er einnig hægt að nálgast með því að hafa samband við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Kynningarefni Hæfnigreiningar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins U M H Ö F U N d I N N Guðmunda Kristinsdóttir er sérfræðingur hjá Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins og sinnir m.a. verkefnum sem snúa að greiningu fræðsluþarfa og námstilboðum. Hún lauk meistaragráðu í kennslufræði (mind, brain and learning) frá Oxford Brookes háskólanum í Englandi, stundaði nám í sál- fræði við Háskóla Íslands og í kerfisfræði við EDB-skólann í Óðinsvéum, Danmörku. Guðmunda hefur unnið að fræðslu- málum fullorðinna í atvinnulífinu frá árinu 1993.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.