Gátt - 2014, Blaðsíða 61

Gátt - 2014, Blaðsíða 61
61 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 vitum að markhópurinn er bæði stór og margbreytilegur, enda þótt einstaklingar innan hans eigi það sameiginlegt að skorta grunnleikni. Það hefur líka sitt að segja að hinir ólíku geirar í atvinnulífinu hafa ólíkar þarfir og möguleika á að veita starfsfólki tækifæri til menntunar. Stóru fyrir- tækin hafa rýmri möguleika en hin smærri. Þar sem nám- skeið í grunnleikni krefjast þess að starfsfólk sé alveg eða að hluta frá vinnu eiga minnstu fyrirtækin oft litla möguleika á að að koma til móts við starfsfólkið. Hvatinn til að taka þátt í námskeiði dvínar þegar námskeiðin bætast við fullan vinnudag. Um skeið reyndum við að leysa þetta með því að gera fyrirtækjunum kleift að sækja um aukastyrk til að kosta afleysingu, en féllum svo frá því. Því hefur það gefið góða raun að svæðisbundin samtök fyrirtækja sækja sameiginlega um námskeiðsstuðning fyrir mörg smærri fyrirtæki. Hvað með innihald námskeiða? BKA hefur lagt mikla áherslu á að námsefni námskeiðanna fjalli raunverulega um grunnleikni og ekki um sértækt nám sem varðar einstök fyrirtæki eða fagmenntun. Auðvitað má líta á nám í grunnleikni sem undirbúning fyrir fagmenntun sem er hluti af skólakerfinu. Það er mikilvægt að starfsmað- urinn njóti góðs af náminu og þar með fyrirtækið. Vox veitir góða leiðsögn til væntanlegra umsækjenda um lýsingar á námsefni. Einnig má segja að það sem einkennir góðar umsóknir er hve vel og ítarlega innihaldi námskeiðsins er lýst í samræmi við námsmarkmið um grunnleikni. eru einhverjar upplýsingar fyrir hendi um árangur af bKA verkefninu? BKA verkefnið hefur margoft verið metið og árið 2012 beindist matið sérstaklega að árangri. Greiningarstofnunin PROBA framkvæmdi matið samkvæmt beiðni mennta- málaráðuneytisins. Matsstofnunin lagði til grundvallar ítar- legar upplýsingar frá fyrirtækjum sem hafa haft starfsfólk á BKA námskeiðum og upplýsingar frá þátttakendum á þeim sömu námskeiðum. Það mikilvæga í þessu sambandi er hvort notendurnir, fyrirtækin og starfsfólkið, meti námskeiðin svo að þau komi að gagni. Hingað til sýnir allt mat að svo er, notendurnir eru mjög ánægðir með BKA. Okkur leikur forvitni á að vita meira um árangurinn af því að veita svona háum fjárhæðum til að styrkja námskeið og hefur Vox því óskað eftir sérstakri rannsókn á árangri náms í munnlegri tjáningu. Grunnleikniþátturinn munnleg tjáning var ekki með í námsframboðinu í upphafi starfsemi BKA og því viljum við rannsaka þann þátt núna og skoða hvernig námið fer fram. Við rannsóknina verður notast við margskonar aðferðir, svo sem árangursmælingar, viðtöl og próf og ekki síst að nefna verða gerðar sérstakar rannsóknir í þeim fyrirtækjum þar sem starfsfólk hefur tekið þátt í nám- skeiðum. Þau fyrirtæki sem eftir því hafa óskað, hafa fengið stuðning til þess og við fáum tækifæri til að rannsaka hvað S K I L G R e I N I N G Verkefnaáætlun um grunnleikni í atvinnulífinu, BKA (Basiskompetanse i arbeidslivet) var sett á laggirnar árið 2006. Áætlunin veitir fyrirtækjum og stofnunum fjárhagsstuðning til að kenna og þjálfa starfsfólk sitt í lestri, skrift og reikningi, ásamt tölvufærni og munnlegri tjáningu. Ríf- lega tveimur milljörðum íslenskra króna hefur verið varið til verkefnisins undanfarin ár. Í fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar fyrir 2015 er gert ráð fyrir ríflega þremur milljörðum króna til þess að efla grunnleikni fullorðinna. BKA er þáttur í stefnu stjórnvalda um betri færni og miðar að því að veita fullorðnum nauðsynlega færni til þess að geta mætt kröfum atvinnulífsins og til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu. Niðurstöður PIAAC rannsóknarinnar um færni fullorðinna, sem gerð var í 24 löndum og birt árið 2013, sýna að í Noregi þurfa 400.000 einstaklingar að bæta læsi, 480.000 þurfa að efla leikni í reikningi og 800.000 þurfa að efla tölvu-, upplýsinga- eða samskiptahæfni sína. Flestir þessara einstaklinga eru við störf í atvinnulífinu. Með því að auka hæfni starfsfólks er því gert auðveldara að laga sig að nýjungum og breytingum. Jafnframt felst í slíkri færniaukningu hvatning til að ráðast í enn frekara nám. Tom Sigurd Sørhus, deildarstjóri hjá Landsskrifstofu um færniþróun í Noregi, Vox.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.