Gátt - 2014, Side 63

Gátt - 2014, Side 63
63 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 S T U Ð N I N G S þ e G A R Þeir sem eiga rétt á að sækja um stuðning eru: • Einkafyrirtæki og opinberar stofnanir um allt land í samvinnu við fræðsluaðila. • Fræðsluaðilar í samvinnu við einkafyrirtæki eða opinberar stofnanir. • Samtök í atvinulífinu í samvinnu við einkafyrir- tæki eða opinberar stofnanir og fræðsluaðila Fræðsluaðilar skulu vera stofnanir sem starfa að fræðslu en ekki einstaklingar eða einstaklingsfyrirtæki. Einstaklingar eiga ekki rétt á að sækja um stuðning. vikum eru það 130 tíma námskeið í lestri og skrift. Við vitum ekki hversu margir kennarar starfa við námskeiðahaldið, aðeins að þeir eru margir. Setur bKA þeim sem kenna grunnleikni einhver menntunarskilyrði ? Við setjum ekki nein skilyrði um formlega kennslufræðilega færni en við komum því greinilega á framfæri að færni og sérhæfing í að kenna fullorðnum í grunnleikni er mikils metin. Vox hefur í samvinnu við háskóla staðið fyrir fram- haldsmenntun til að sérhæfa fólk í að kenna fullorðnum grunnleikni, það er í lestri, skrift og reikningi, og svo í tölvu- og upplýsingatækni. Fram til þessa hafa nálægt 150 manns lokið slíku námi sem veitir 30 háskólaeiningar. Til þess að efla færni þeirra sem eru að kenna á BKA námskeiðum hefur Vox haldið fjölda námskeiða víða um land. Rúmlega 180 manns hafa til þessa tekið þátt í námskeiðunum, sem eru tveggja daga námskeið. Vox telur mikilvægt að tryggja gæði BKA-námskeiðanna og þar með að tryggja að fjárframlögin komi að sem mestu gagni. Það sýnir sig líka að þátttakendur eru mjög ánægðir með bæði kennarana og innihald nám- skeiðanna og finnst námskeiðin hafa gagnast sér afar vel. Það er líka mikilvægt að nefna það að margir þessara full- orðnu þátttakenda hafa ekki sótt nám frá því þeir voru í skyldunámi. Þeir hafa því mjög ólíkar forsendur til þess að hefja nám að nýju. Margir sem eiga erfitt með að lesa og skrifa vilja helst ekki viðurkenna það en finnst allt í lagi að koma á tölvunámskeið. Hverjir eru þátttakendurnir – hvaða samfélagshópar? BKA verkefnið nær að langmestu leyti til markópsins. Það sýna bæði greiningar á þátttakendaskýrslum og svo úttektir sem gerðar hafa verið. Hvað snertir menntun þátttakend- anna þá hefur um eða yfir helmingur þeirra enga menntum umfram grunnskóla eða fagmenntun. Annars hefur þetta breyst svolítið á þessum árum síðan BKA var stofnað. Til dæmis óx hlutfall þeirra sem hafa grunnskólamenntun úr um það bil 20 prósentum árið 2006 í 29 prósent árið 2011 á meðan sá hlutur sem var með framhaldsskólamenntun féll úr 44 prósentum árið 2006 í 31 prósent árið 2011. Ein- staklingum sem lokið hafa námi á hærri skólastigum hefur líka fækkað. Um það bil 20 prósent af þátttakendum eru af erlendum uppruna. Í hreinum lestrar- og skriftarnámskeiðum eru innflytjendur (hafa annað móðurmál en norsku n. minori- tetsspråklige) aftur á móti nær helmingur þátttakenda. S K I L M Á L A R BKA fjármagnar námskeið upp að vissu marki. Hlutur fyrirtækjanna í fjármögnun getur verið fólginn í þeim vinnutímum sem starfsfólk notar til námskeiðsþátttöku og eigin framlagi fyrirtækjanna. Þeir aðilar sem fá stuðning þurfa að senda greinar- gerðir (skýrslur) um framvindu verkefnisins við upphaf þess, á meðan á því stendur og við lok þess. Greinargerð skal innihalda upplýsingar um þátttakendur, fjárreiður og framkvæmd námsverkefnisins. Námskeiðið skal fara fram á þeim tíma sem umsækjandi tiltók í umsókn. T Ö L U L e G A R U P P L ý S I N G A R Veittur fjárstuðningur nam árið 2014 2,6 miljörðum íslenskra króna til 497 umsókna. Frá 2006 til 2014 hafa rúmlega 2.100 umsóknir fengið stuðning frá BKA. Frá 2006 hafa rúmlega 33 þúsund einstaklingar tekið þátt í nám- skeiðum BKA, 55 prósent þeirra eru konur. Alls hefur BKA veitt rúmlega 12,3 milljörðum íslenskra til námskeiða árin 2006 til 2014.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.