Gátt - 2014, Side 67

Gátt - 2014, Side 67
67 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 H Æ F N I S e M S ó S T e R e F T I R Á V I N N U M A R K A Ð I Starfsmenntastofnun Evrópu, Cedefop, spáir fyrir um þörf fyrir hæfni á vinnumarkaði í Evrópu 2025 og setur þar fram þá framtíðarsýn að störf verði almennt flóknari og krefjist meiri menntunar. Áfram verði störf í boði fyrir þá sem litla menntun hafa þó að þeim fækki. Þau störf eru þó að breytast og krefjast meiri persónulegrar hæfni en hingað til. Um er að ræða störf sem ekki verða leyst af hólmi með tæknilausnum eða skipulagsbreytingum. Þannig verður áfram mikil þörf fyrir starfsfólk sem á í samskiptum við aðra, leitar lausna, skipuleggur og tekur ákvarðanir (Cedefop, 2013). Áfanga- skýrsla Vinnumálastofnunar um færniþörf á vinnumarkaði til næstu 10 ára styður þessar niðurstöður en þar kemur fram að mikil þörf verður meðal annars fyrir starfsfólk í almennri þjónustu; þjónustu við aldraða, almenna afþreyingu og ferðaþjónustu (Karl Sigurðsson, 2014). Ýmsar stofnanir víðsvegar um heim hafa gert tilraunir til að skilgreina og lýsa þeirri hæfni sem talin er vera mikilvæg- ust sem grundvallarhæfni á vinnumarkaði (e. employa bility / workability skills). Í sumum löndum, t.d. í Ástralíu, styðja stjórnvöld við slíkar skilgreiningar sem lið í þeirri viðleitni að minnka atvinnuleysi og auka samkeppnishæfi með sveigjan- legu og fjölhæfu vinnuafli (National Quality Council, 2008), („Department of education“, 2012; National Quality Council, 2008).1 Á Íslandi hafa slík opinber viðmið ekki verið sett fram en lykilhæfni sem lýst er í aðalnámskrá framhaldsskóla (2012) kemst næst því. Þar er þó verið að lýsa hæfniviðmiðum sem uppalendur og leiðbeinendur ungmenna skulu taka mið af. Á V I N N I N G U R þ e S S A Ð S K I L - G R e I N A o G V I N N A M e Ð A L M e N N A S T A R F S H Æ F N I Með því að skilgreina almenna starfshæfni verður til sam eigin- legur skilningur á því hvaða persónulega hæfni skiptir máli á vinnumarkaði. Skýr og hlutlæg skilgreining, sem nota má við samanburð og mat, getur haft í för með sér fjölþættan ávinning: 1 Sjá einnig umfjöllun í skýrslu frá Alþjóðavinnumálastofnuninni, ILO, (Bre- wer, 2013) og í samantekt frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, (2013). ArNhEiÐUr gÍgjA gUÐMUNdsdóttir og gUÐMUNdA KristiNsdóttir A L M e N N S T A R F S H Æ F N I – N ý T T V e R K e F N I Í R A U N F Æ R N I M A T I Með almennri starfshæfni er hér átt við þá persónu- legu hæfni sem er mikilvæg á vinnumarkaði og er sam- eiginleg flestum störfum. Fyrir hin ýmsu störf eru að auki aðrar hæfnikröfur sem eru sértækar. Í dag gera margir ráð fyrir að skipta um starf nokkrum sinnum á starfsævinni frekar en að sinna einu starfi til frambúðar. Almenn starfshæfni er yfir- færanleg hæfni (e. transferable skills) sem má flytja í annað samhengi og milli mismunandi starfa og starfs- greina. Atvinnurekendur vilja ráða fólk til starfa sem hefur tileinkað sér þessa þverfaglegu hæfni og þróa hana áfram. Með því að skilgreina almenna starfshæfni á hlut- lægan hátt og gera hana mælanlega verður umræðan og notkunin gagnlegri fyrir einstaklinginn, atvinnulífið og fræðslustofnanir. Hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, FA, hefur verið unnið að skilgreiningu viðmiða fyrir almenna starfshæfni til að styðja við þau verkefni sem FA sinnir og er nú í gangi raunfærnimatsverkefni þar sem látið er reyna á þessi viðmið. Guðmunda KristinsdóttirArnheiður Gígja Guðmundsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.