Gátt - 2014, Síða 74

Gátt - 2014, Síða 74
74 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 A Ð d R A G A N d I N Á M S Í F I S K T Æ K N I Á S A U Ð Á R K R ó K I H A U S T I Ð 2 0 1 4 Í febrúar 2014 hófst tilraunaverk- efnið Menntun núna í Norðvestur- kjördæmi og stendur það yfir í eitt ár eða til janúarloka árið 2015. Háskólinn á Bifröst hefur yfirumsjón með verkefninu og gerði sam- starfssamning við þrjár fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í kjördæm- inu um framkvæmd. Miðstöðvarnar eru: Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norður- landi vestra. Í upphafi verkefnisins voru sett metnaðarfull og mælanleg markmið sem byggðust á viðamikilli rannsókn sem gerð var sumarið 2013 í kjördæminu í tengslum við verk- efnið sem á þeim tíma nefndist: Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Í rannsókninni var meðal annars rætt við stjórnendur fyrirtækja, almenna starfsmenn þeirra og fólk af erlendu bergi brotið. F R Æ Ð S L U e R I N d R e K S T U R o G R A U N F Æ R N I M A T Hér verður sagt frá tveimur af þeim markmiðum sem sett voru í verkefninu Menntun núna í Norðvesturkjördæmi þar sem þau tengjast fisktækninámi sem nú fer fram á Sauðár- króki. Fyrra markmiðið er að fræðslu- og símenntunarmið- stöðvarnar í kjördæminu heimsæki ákveðinn fjölda fyrirtækja og stofnana. Til að framfylgja þessu markmiði var samið um svokallaðan fræðsluerindrekstur hjá miðstöðvunum en það felur í sér að starfsmenn miðstöðvanna fara út af örkinni og heimsækja fyrirtæki; kynna þeim hvaða nám er í boði frá hinum ýmsu fræðsluaðilum, aðstoða fyrirtækin við að koma á fót námskeiðum og sækja um styrki til að halda námskeið fyrir sitt starfsfólk. Meðal fyrirtækja, sem fræðsluerindrekar Farskólans heimsóttu snemma vors 2014, var sjávarútvegsfyrirtækið FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki. Þá höfðu FISK og Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra ásamt fleiri skólum og fyrir- tækjum á landsbyggðinni unnið að því um nokkurt skeið að koma á nýju námi fyrir starfsfólk í fiskvinnslu. Þær hugmyndir voru í biðstöðu þegar þarna var komið sögu. Á fyrstu fundum með FISK var rætt almennt um nám fyrir starfsfólk FISK og voru stjórnendur fyrirtækisins mjög áhuga- samir um fræðslu fyrir sitt starfsfólk enda miklar breytingar fram undan hjá fyrirtækinu því í náinni framtíð verður lögð meiri áhersla á fullvinnslu sjávarafla en verið hefur undan- farin ár. Haldnir voru kynningarfundir með starfsfólkinu þar sem fisktækninám og raunfærnimat í fisktækni var kynnt. Á þessum fundum lýstu stjórnendur FISK yfir stuðningi við námið og hvöttu þeir starfsfólkið til að nýta sér þetta náms- tækifæri enda er það stefna fyrirtækisins að hafa yfir að ráða vel menntuðu starfsfólki. Í kjölfar þessara funda hófst undir- búningur við að koma á fót raunfærnimati á móti námskrá Fisktækniskóla Íslands og að fisktækninám hæfist á Sauðár- króki haustið 2014 í samstarfi Farskólans, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV), FISK og Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Annað markmið, sem sett er fram í verkefninu Menntun núna í Norðvesturkjördæmi, er að aðstoða 60 einstaklinga í öllu kjördæminu við að komast í raunfærnimat. Þetta þýðir að um það bil 15 manns eiga að fara í raunfærnimat á starfssvæði Farskólans meðan á verkefninu stendur. Þátt- taka í raunfærnimati fór hins vegar fram úr björtustu vonum því samtals fóru 28 einstaklingar í raunfærnimat hjá Far- skólanum vorið 2014 og af þeim fóru sautján einstaklingar í raunfærnimat á móti viðurkenndri námskrá í fisktækni. BrYNdÍs KristÍN ÞráiNsdóttir F I S K T Æ K N I N Á M Í S K A G A F I R Ð I – S A M S T A R F S K ó L A o G A T V I N N U L Í F S Bryndís Kristín Þráinsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.