Gátt - 2014, Page 76

Gátt - 2014, Page 76
76 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 og fyrr hefur verið nefnt. Í þeim áföngum, sem flestir starfs- menn fengu metna að fullu, voru einungis eftir fjórir náms- menn til að sitja áfangana. Farskólinn sótti því um sérstakan styrk fyrir hönd samstarfsaðila í sjóð sem tilheyrir verkefninu Menntun núna í Norðvesturkjördæmi til að fjármagna þann kostnað sem upp á vantaði. Sá styrkur fékkst. Farskólinn óskaði einnig formlega eftir heimild til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins um að kenna Grunnmenntaskólann sem hluta af Fisktæknináminu. Það kom í ljós að Grunnmenntaskólinn, sem er 300 kennslustundir að lengd, hentar vel sem umgjörð utan um almennu bóklegu greinarnar í fisktæknináminu. Fræðslumiðstöðin veitti samþykki sitt fyrir því og Fjölbrauta- skóli Norðurlands vestra mun meta Grunnmenntaskólann til eininga til náms í skólanum. Fisktækninámið á Sauðárkróki er skipulagt sem fjögurra anna nám. Stefnt er að námslokum vorið 2016 frá Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra. N Á M S Á F A N G A R S e M K e N N d I R e R U H A U S T I Ð 2 0 1 4 Á haustönn 2014 eru fimm námsáfangar kenndir í Fisktækni- náminu. Við upptalningu áfanganna eru tilvísanir í námskrá Fisktækniskólans. Í Farskólanum eru eftirfarandi áfangar kenndir: • Námstækni og samskipti. Námsmaður „tileinkar sér námstækni sem hæfir þörf hans, getu og náms- nálgun. Hann þekkir námsumhverfi, starfsumhverfi og störf sem nám í fisktækni býður og öðlast innsýn í menningu fyrirtækja í veiðum, vinnslu og fiskeldi“. • Upplýsingatækni 1. Námsmaður öðlast grunnfærni í tölvunotkun þar sem hann getur „sett upp texta, með- höndlað töluleg gagnasöfn og sett upp til kynningar“. Eftirtaldir áfangar eru kenndir í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra: • Vinnuvélar. Þessi áfangi samsvarar námskeiði hjá Vinnueftirliti ríkisins. Í þessum áfanga lærir náms- maður „umgengni og meðferð lyftara, dráttarvéla og bryggju- og skipskrana“. • Uppsetning og viðhald HACCP-kerfa. Náms- maður öðlast „þekkingu og leikni til vinna samkvæmt HACCP-kerfi. Hann setur upp kerfi undir leiðsögn, inn- leiðir og metur“. Eftirtalinn áfangi er fjarkenndur frá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Námsmenn í þessum áfanga koma inn í hóp hjá Fisktækniskóla Íslands. Þessir námsmenn eru fjórir og fóru ekki í raunfærnimat. • Fisktækni 1. Þegar áfanga er lokið og tilsvarandi vinnustaðanámi hefur námsmaður „öðlast grunn- þekkingu og leikni í öllum almennum þáttum fisk- vinnslu“. Myndin er tekin við setningu námsins í Farskólanum. Lengst til hægri er Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK. Efri röð til vinstri er Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Farskólans. Neðri röð til vinstri er Ingileif Oddsdóttir, skólameistari FNV.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.