Gátt - 2014, Side 78

Gátt - 2014, Side 78
78 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 e R M U N U R Á M e N T o R o G M A R K - þ j Á L F A ? Hugtakið mentor á uppruna sinn í grískri goðafræði þar sem Mentor var traustur vinur Ódysseifs. Áður en Ódysseifur hélt af stað í Trójustríðið bað hann Mentor um að taka son sinn Telemakkos í fóstur á meðan. Mentor varð þannig holdgerv- ing viskunnar því Aþena sjálf talaði í gegnum hann og hlut- verk hans var ekki aðeins að kenna og leiðbeina Telemakkosi heldur einnig að koma honum í föður og móður stað. Þannig átti Mentor stóran þátt í þroska einstaklingsins og enn í dag er ímynd mentors þessi, að um sé að ræða þroskaðan ein- stakling sem hefur meiri þekkingu og reynslu en lærlingurinn (e. mentee). Hlutverk mentors er því að miðla af þekkingu sinni og reynslu og hafa þannig áhrif á þroska lærlingsins og koma honum til manns, þ.e. mennta1 hann. Upprunalega merkingu enska orðsins coach má rekja til ungverska bæjarins Kocs þar sem farið var að framleiða hestvagna á 15. öld. Orðið var tekið upp í öðrum tungu- málum svo sem í ensku coach, í spænsku og portúgölsku coche, í þýsku Kutsche og í slóvensku og tékknesku koč sem heiti yfir slíka vagna. Á fyrri hluta 19. aldar fara stúdentar við Oxford-háskóla að nota hugtakið coach sem slanguryrði yfir leiðbeinendur sem taka stúdenta í einkakennslu til að 1 Skv. Íslenskri orðabók merkir sögnin að mennta bæði að kenna e-m e-ð og að ala e-n upp, þ.e. koma honum til manns. undirbúa þá fyrir próf og þaðan yfirfærist þessi merking hug- taksins á íþróttaþjálfara og síðar á markþjálfa. Hlutverk fóstra (mentor) og markþjálfa (coach) geta verið ólík að einhverju leyti þar sem fóstrinn hefur iðulega yfir- burðaþekkingu á viðfangsefninu og hlutverk hans er að koma þessari þekkingu til skila og efla þar með hæfni einstaklings- ins til að sinna starfi sínu. Markþjálfinn þarf ekki að búa yfir þessari yfirburðaþekkingu heldur felst hlutverk hans í því að aðstoða einstaklinginn við að finna leiðirnar sjálfur og tileinka sér hegðun sem leiðir til árangurs. Þetta þýðir þó ekki að ávallt sé um tvö aðskilin hlutverk að ræða því í leiðsögn annarra felst oft hvort tveggja, þ.e. að miðla þekkingu og að kveikja með námsmanninum löngun til að læra og ná markmiðum sínum. M A R K þ j Á L F U N e R A Ð F e R Ð T I L A Ð e F L A e I N S T A K L I N G I N N Markþjálfun (e. coaching) er aðferð til að efla einstakling- inn við að auka sjálfsvitund sína, finna aðferðir til að leysa vandamál sín og hámarka frammistöðu sína. Lögð er áhersla á að einstaklingurinn greini markmið sín, hvaða hvatir liggja að baki þeim, hvaða leiðir eru færar og hvaða hindr- anir standa í vegi fyrir því að hann nái þessum markmiðum sínum. Hlutverk markþjálfans er að hjálpa einstaklingnum að gera sér grein fyrir því hvað hann vill í raun og veru og hvernig hann getur náð árangri. Markþjálfinn varast að segja einstaklingnum til um hvaða leiðir hann skuli velja heldur hvetur hann einstaklinginn til að taka sjálfur ákvarðanir í eigin lífi og á eigin forsendum. gUÐFiNNA hArÐArdóttir T e N G S L M A R K þ j Á L F U N A R o G F U L L o R Ð I N S F R Æ Ð S L U Guðfinna Harðardóttir Aðferðafræði markþjálfunar er ekki ný af nálinni enda má segja að Sókrates hafi beitt þessari aðferð þegar hann spurði viðmælendur sína spurninga og hvatti þá til gagnrýninnar hugsunar. Spurningar Sókratesar snerust ekki um að laða fram svör við almennri þekkingu heldur að fá fólk til að íhuga viðmið sín, gildi og fastmótaðar hugmyndir með því að ástunda gagnrýna hugsun. Hlutverk markþjálfa nútímans er ekki ósvipað þar sem hann leitast við að opna augu einstaklingsins fyrir styrkleikum sínum og markmiðum, hugsa í nýjum leiðum og skuldbinda sig til að ná þeim árangri sem sóst er eftir. Hér á eftir verður fjallað um mark- þjálfun og tengsl við hugmyndir um fræðslu fullorðinna og sagt frá evrópsku samstarfs- verkefni sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók þátt í og lauk fyrr á þessu ári.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.