Gátt - 2014, Side 86

Gátt - 2014, Side 86
86 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 Andri Steinn birgisson: „SAMTALIÐ SeM bReyTTI L ÍF I MÍNU“ Allt síðan kreppan skall á árið 2008 hefur verið gripið til fjölbreyttra aðgerða til þess að koma á móts við þarfir þess unga fólks sem varð atvinnulaust í kjölfarið með ýmsum átaksverkefnum, námsúrræðum og náms- og starfsráðgjöf. Oftar en ekki missa þeir fyrst atvinnuna sem minnsta menntun og stysta reynslu á vinnumarkaði hafa. Þannig fór einnig fyrir ungum Reykvíkingi, Andra Steini Birgissyni. Aftur í nám jók sjálfstraust Andra Steins og opnaði ný tækifæri Hann var 22 ára og tveggja barna faðir þegar hann missti vinnuna. Hafði verið nokkur ár á vinnumarkaði, meðal annars komist á samning hjá fótboltaliði í Englandi. Andra Steini hafði ekki gengið vel í skóla og átti erfitt með lestur. En það var ekki fyrr en viku áður en samræmdu prófin áttu að hefjast sem hann fékk greiningu: lesblindur! Þrátt fyrir það langaði hann alltaf til þess að mennta sig en lét lesblinduna hindra sig. Fyrir hvatningu konu sinnar lét hann þó tilleiðast og skráði sig hjá Mími-símenntun í námsleiðina Aftur í nám1 vorið 2011. Sá glitta í ljósið „Eftir á að hyggja finnst mér ótrúlegt að það voru engin úrræði í boði í skólanum,“ segir Andri Steinn. „Ég hafði alltaf kviðið fyrir að þurfa lesa upphátt fyrir allan bekkinn og skólinn og lærdómur var neðarlega í forgangsröðinni.“ Þess vegna ákvað Andri Steinn að einbeita sér að fótbolt- anum í stað þess að afla sér menntunar. Nítján ára bauðst honum að komast á samning sem atvinnumaður hjá tveimur félögum á Englandi. Þegar til kom varð ljóst að annað félagið gat ekki staðið við samninginn. Hitt félagið dró aftur tilboðið um samning eftir að Andri Steinn meiddist í bílslysi. Meiðslin komu ekki aðeins í veg fyrir ráðningu heldur gerðu að engu 1 Aftur í nám er námstilboð hannað af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, ætlað fullorðnum einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með lestur og ritun. Námskeiðið er 95 klst. og felur í sér lesleiðréttingu samkvæmt Ron Davis- aðferðinni. drauma um atvinnumennsku. Andri Steinn hélt heim til Íslands og fékk vinnu við akstur og afgreiðslu. „Þá fór ég að hugsa um annað en fótbolta. Mig hafði lengi dreymt um að verða slökkviliðsmaður en var ljóst að til þess yrði ég að hafa meiri menntun. Eiginkona mín hvatti mig og studdi og hjá Mími-símenntun var boðið upp á náms- og starfsráðgjöf. Til allrar hamingju þáði ég boðið fór og hitti Þuríði Ósk Sigurjónsdóttur. Samtalið breytti lífi mínu!“ þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að aðstoða okkur Andri Steinn fór í Aftur í nám, þar öðlaðist hann meiri trú á sjálfan sig og varð ljóst að náms- og starfsráðgjafinn hafði rétt fyrir sér, námið væri mikil vinna sem hann gæti vel tekist á við. Með ráðgjafanum setti Andri Steinn sér skýr mark- mið, sótti fleiri námstilboð, næst Grunnmenntaskólann. Með mikilli þrautseigju styrktist hann sem námsmaður, tókst á við fjölmargar áskoranir og lauk námskeiðinu í desember 2011. Í janúar 2012 hóf Andri Steinn nám í Menntastoðum, þar lagði hann á sig gríðarlega vinnu, tók námið föstum tökum með góðri ástundun. „Það var ekki alltaf auðvelt en með eljusemi útskrifaðist ég frá Mími-símenntun í júní 2012.“ Andri Steinn hælir náminu hjá Mími: „Náms- og starfs- ráðgjafinn og kennararnir hjá Mími voru þarna fyrir mig, ekki bara til þess að þiggja launin sín. Þau lögðu sig fram fyrir mig en ekki fyrir sig. Einhver hafði ávallt tíma til þess að spjalla við mig um það sem ég var að takast á við hverju sinni og hvöttu mig öll til dáða.“ er í háskólanámi Hann komst svo inn í Háskólann í Reykjavík og hefur nú lokið fjórum önnum í íþróttafræði. Þar að auki hefur hann tekið meiraprófið og hefur þar með færst nær takmarkinu að draumastarfinu í slökkviliði. Takist það ekki þá getur hann vel hugsað sér að starfa við íþróttir. Gefum náms- og starfs- ráðgjafanum hans síðasta orðið: „Andri Steinn á fyllilega skilið að vera fyrirmynd í námi fullorðinna,“ segir Þuríður Ósk. „ Hann hefur sýnt virkilegar framfarir miðað við upp- hafsstöðu. Hann hefur öðlast trú á eigin námsgetu og er komin í háskólanám, eitthvað sem hann grunaði ekki að ætti eftir að liggja fyrir sér. Þessa styrkingu hefur hann fengið í gegnum vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnu- lífsins ásamt því að njóta stuðnings frá náms- og starfsráð- gjafa hjá okkur í Mími-símenntun. En fyrst og fremst hefur Andri Steinn komist áfram á eigin vinnu, með það hugarfar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.