Gátt - 2014, Qupperneq 87

Gátt - 2014, Qupperneq 87
87 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 að gefast ekki upp þótt á móti blási og halda alltaf áfram. Hann er fyrirmynd fyrir unga fjölskyldumenn sem hafa horfið frá námi eftir grunnskóla vegna námserfiðleika með því að ljúka námsleiðunum og takast á við frekara nám. Hann hefur styrkt stöðu sína verulega á vinnumarkaði og getur nú sótt um störf sem voru honum lokuð áður.“ Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir „eR þeTTA L ÍF IÐ SeM éG ÆTLA AÐ bjóÐA MANNINUM MÍNUM oG bÖRNUNUM MÍNUM UPP Á?“ Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir er 39 ára Vestfirðingur. Hún fór að vinna strax eftir grunnskóla, það var ekki inni í myndinni að fara í áframhaldandi nám. Guðrún Fjóla kynntist mann- inum sínum ung og átti sitt fyrsta barn 21 árs. Fyrir þrítugt var hún orðin fjögurra barna móðir. 18 ár liðu frá því að Guð- rún lauk grunnskóla þar til að hún tók þráðinn upp að nýju. Hún hafði glímt við mikið þunglyndi, kvíða og brotið sjálfstraust um árabil. Líðan hennar má líkja við jójó, ýmist upp eða niður. Miklum sveiflum fylgdi lítið sjálfstraust og félagsleg einangrun. Sumarið 2009 fór hún langt niður og missti alla lífslöngun, fannst allt vonlaust sá enga framtíð fyrir sér. En með hjálp læknis, góðra vina, ættingja og ekki síst fjölskyldunnar komst hún upp úr öldudalnum og reif sig upp og náði áttum. Í kjölfarið vöknuðu ýmsar spurningar hjá Guðrúnu Fjólu: „Ætla ég að halda áfram á þennan hátt? Er þetta það líf sem ég vil bjóða manninum mínum, börnum og sjálfri mér upp á? Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég ætti að gera eitthvað í málunum því á botninum vildi ég ekki vera.“ Nám sem gerbreytti lífi mínu Guðrún fékk einn ágústmorgun sama ár sent blað með aug- lýsingum frá Fræðslunetinu á Suðurlandi, þar á meðal var kynning á Grunnmenntaskólanum2. „Mér leist strax mjög vel á og hugsaði með mér að þarna væri mitt tækifæri komið til að gera eitthvað í málunum.“ Hún ákvað að leita sér frek- ari upplýsinga og tók upp tólið og hringdi í miðstöðina. Að símtalinu loknu var henni ljóst að hún var búin að skrá sig í nám í Grunnmenntaskólanum. „Fyrir mig sem var á þessum 2 Grunnmenntaskólinn er námstilboð hannað af Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins, einkum ætlað þeim sem hafa stutta skólagöngu að baki. Tilgangur- inn með 300 stundum er að stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms og auðvelda fólki að takast á við ný verkefni. tíma var með lítið sjálfsálit, var feiminn og vildi láta sem minnst fyrir mér fara, var þetta stór og síður en svo auðveld ákvörðun. En einhverra hluta vegna tók ég þetta stóra skref og sé ekki eftir því. Því þetta nám hefur gerbreytt lífi mínu.“ Guðrún Fjóla var stressuð og með kvíða- hnút í maganaum þegar fyrsti skóladagurinn rann upp. En fljótlega varð henni rórra því í hópinum sem hún var í var einstaklega góður og skemmtilegur andi ríkjandi. Kennarar og annað starfs- fólk var líka sérstaklega hjálplegt og gott. Henni gekk vel og fannst námið afskaplega skemmtilegt en afar krefjandi. „Fljótlega tók ég þá ákvörðun að mig langaði til að halda áfram í námi og fór að hugsa um að kannski myndi draumur minn um að ljúka einhverju námi sem gæti opnað fyrir fleiri atvinnumöguleika geta ræst. Ég var löngu búin að gera mér grein fyrir því að það yrði ekki auðvelt að fá vinnu ómenntuð. Ég tók þá ákvörðun að fara í Nám og þjálfun að loknum Grunnmenntaskólanum.“ Hvatningin skipti miklu máli Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum3 var enn meira krefjandi og þar verða námsmenn að taka próf. Allir í hópnum voru vel undir þau búin og gekk mjög vel. Hópur- inn var nánast sá sami og í Grunnmenntaskólanum aðeins nokkrir nýir höfðu bæst við. „Ég fékk mikla hvatningu frá starfsfólki Fræðslunetsins um að fara í áframhaldandi nám og því fór það svo að lokum eftir að ég hafði ráðfært mig við náms- og starfsráðgjafa Fræðslunetsins að ég skráði mig í fullt nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi , FSU á sjúkraliðabraut.“ Guðrún Fjóla fékk metið það nám sem hún hafði lokið bæði í Grunnmenntaskólanum og í Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum, eins og ensku, stærð- fræði, íslensku, upplýsingatækni, lífsleikni og dönsku. Það er líka stórt skref að stíga að fara í framhaldsskóla þar er ekki eins mikið haldið utanum nemendur eins og hjá Fræðslunet- inu. „Hjá þeim var maður nánast eins og í bómull,“ segir Guðrún Fjóla og heldur áfram: „Mér fannst reyndar skrítið að vera í tímum með krökkum sem ég gat hæglega átt sjálf en það vandist fljótt og svo sá ég það líka að ég var ekkert sú eina sem var gömul í skólanum“. 3 Nám og þjálfum er námstilboð þróað af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, ætlað 23 ára og eldri, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi. Má meta til allt að 24 einingum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.