Gátt - 2014, Side 92

Gátt - 2014, Side 92
92 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 halda virðingu. Þetta er flókið ferli þar sem virðing er lykil- hugtak, ef kennari missir virðingu sína þá tapar hann um leið völdum. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi frelsi til að samþykkja eða hafna þátttöku í ákveðnum aðgerðum eða athöfnum innan kennslustofnunar því valdatengsl byggja á sambandi einstaklinga sem hafa frelsi. Það er áskorun að finna jafnvægi í þessum valdatengslum þegar talað er um völd og frelsi í kennslustofu innan fangelsa. Í enn annarri vinnustofu var fjallað um námsleiðir fyrir fanga og hvernig hægt er að skilgreina gæði í menntun fanga þar sem þeir hafa ekki sömu valmöguleika og aðrir. Í Finnlandi er í gangi verkefni sem byggir á þeirri hugmynd að gefast aldrei upp gagnvart skjólstæðingum. Það er mikil áskorun fyrir ráðgjafana að skilja viðhorf fanganna, mark- mið þeirra og hugmyndir um hvernig best sé að ná þeim. Í ráðgjöfinni er gengið út frá því að öll hegðun sé valkvæð. Í þessari vinnustofu var einnig sagt frá því að í Noregi hefur samstarf við fyrirtæki reynst vel til að auðvelda föngum endurkomu út í samfélagið að afplánun lokinni. Þeir byrja að vinna einum til þremur mánuðum áður en þeir eru leystir úr haldi. Þeir vinna samkvæmt samningi sem gerður er milli aðila og fá sömu laun og aðrir í störfunum. Þetta þykir hafa heppnast vel en þó á enn eftir að gera markvissar kannanir á árangri. S T A Ð A N Á Í S L A N d I Loks er rétt að geta fréttar úr fangelsum á Íslandi: „Enn eitt aðsóknarmetið að menntun í fangelsum var slegið á skóla- árinu 2013-2014. Alls innrituðust í nám á Litla-Hrauni og Sogni 68 nemendur á haustönn 2013. Þar af voru fjórir í háskólanámi, en hinir 64 voru skráðir í nám á vegum Fjöl- brautaskóla Suðurlandsá Selfossi (FSu). Á vorönn 2014 voru samtals 70 nemendur innritaðir í nám; fjórir í háskólanám, 65 í nám á vegum FSu og einn í nám á vegum Menntaskólans í Kópavogi (MK).“4 U M H Ö F U N d A N A Halla Valgeirsdóttir er sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Helstu verkefni hennar tengjast námsskrár- skrifum. Hún var áður fræðslustjóri hjá Leikskólum Reykja- víkurborgar. Halla hefur lokið M.Ed.-prófi í menntunarfræði með áherslu á fræðslustarf með fullorðnum frá Háskóla Íslands og BA-prófi í félagsfræði frá sama skóla. Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hún hefur B.A.-próf í sál- fræði, kennsluréttindi frá HÍ, M.Ed.-próf í kennslufræðum frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og framhaldsmenntun í fullorðinsfræðslu frá Háskólanum í Linköping í Svíþjóð. Ingi- björg hefur unnið við fullorðinsfræðslu frá 1985 við stjórnun, kennslu og skipulagningu, m.a. hjá Menningar- og fræðslu- sambandi alþýðu og Tómstundaskólanum. Hún hefur einnig tekið þátt í bæði evrópskum og norrænum samstarfsverk- efnum á sviði fullorðinsfræðslu og starfsmenntunar. 4 Sótt 15.09.2014 af http://www.fangelsi.is/frettir/nr/344. Ljósm.: Per Tharne Direktoratet for Kriminalforsorgen i Danmark.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.