Gátt - 2014, Qupperneq 101
101
F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s
g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4
ú T T e K T Á F R A M H A L d S F R Æ Ð S L U -
K e R F I N U
Árið 2013 fól mennta- menningarmálaráðuneytið Capacent
að gera úttekt á framhaldsfræðslukerfinu, hlutverki þess,
verkaskiptingu og samstarfi FA, Fræðslusjóðs, fræðsluaðila,
annarra hagsmunaaðila og ráðuneytisins. Auk úttektarinnar
var gerð þátttakendakönnun meðal þeirra sem sótt hafa vott-
aðar námsleiðir, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat á
árunum 2010-12. Helstu niðurstöður úttektarinnar benda til
að starfið í framhaldsfræðslu hafi náð markmiðum laga um
framhaldsfræðslu og fjármagn sé notað með skilvirkum hætti.
Í þátttakendakönnuninni kom fram mikil ánægja með
starfið. Þannig sögðu 80% þeirra sem sóttu vottaðar náms-
leiðir að námið hafi haft jákvæð eða mjög jákvæð áhrif á
sjálfstraust þeirra, um 75% segja námið hafa haft jákvæð
eða mjög jákvæð áhrif á líf þeirra, um 44% hafa fengið
námsleiðina metna inn í annað nám, 43% eru áfram í sama
starfi, um 15% hafa fengið launahækkun og um 11% hafa
fengið aukna ábyrgð.
58% segja náms- og starfsráðgjöfina hafa nýst vel eða
mjög vel. 43,5% hafa farið í nám eftir náms- og starfsráð-
gjöfina og tæp 18% hafa í hyggju að fara í nám. 49% telja
líklegt eða mjög líklegt að þeir leiti aftur til náms- og starfs-
ráðgjafa. Rúm 70% telja náms- og starfsráðgjöfina hafa haft
jákvæð eða mjög jákvæð áhrif á líf þeirra.
Í raunfærnimati segja 87% svarenda það skipta miklu
eða mjög miklu máli að fá einingarnar metnar í framhalds-
skóla, 79% telja hlutverk náms- og starfsráðgjafa í ferlinu
mikilvægt eða mjög mikilvægt. Um 60% töldu frekar eða
mjög auðvelt að sýna fram á færni sína í matsviðtölum,
rúmlega 60% hafa farið í nám eftir raunfærnimat og 15% til
viðbótar hafa það í hyggju, 90% segja námið ganga vel eða
mjög vel. 64% svarenda eru enn í sama starfi.
N Á M S S K R Á R o G N Á M S L ý S I N G A R
Á seinni helmingi ársins 2013 var lokið við vinnu við Viðmið
um gerð námsskráa í framhaldsfræðslu á vegum mennta-
og menningarmálaráðuneytisins. Nýr ferill vegna vottunar
námsskráa hefur þó ekki verið mótaður og því hafa náms-
skrár fengið tímabundna vottun.
Í upphafi árs 2014 fengu tvær nýjar námsskrár vottun
mennta- og menningarmálaráðuneytisins til ársloka: Náms-
skráin Að lesa og skrifa á íslensku er ætluð fólki af erlendum
uppruna sem náð hefur 20 ára aldri, glímir við ólæsi, en
hefur hug á að læra eða þjálfa lestur og skrift á íslensku.
Námsskráin Verkfærni í framleiðslu I er ætluð fólki á vinnu-
markaði, sem starfar við málm- og tæknigreinar, hefur náð
20 ára aldri og hefur stutta formlega skólagöngu að baki.
Þá var unnið að tveimur nýjum námsskrám sem einnig hafa
fengið tímabundna vottun ráðuneytisins. Annars vegar er
Árið 2014 er 12. starfsár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og fjórða ár starfseminnar
sem byggt er á lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Samkvæmt lögunum er markhópur
FA fullorðið fólk á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið formlegri menntun á framhaldsskóla-
stigi. Markmið FA er að veita þessu fólki tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu
sína á vinnumarkaði. Á grundvelli laganna er í gildi þjónustusamningur við mennta- og
menningarmálaráðuneytið. FA sinnir markhópnum ekki beint heldur í gegnum samstarfs-
aðila sína, sem eru fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar innan KVASIS, í iðngreinum og á
vegum opinbera vinnumarkaðarins, alls 14 fræðsluaðilar. Auk þeirra verkefna sem lögin og
þjónustusamningurinn kveða á um þá vistar FA einnig fulltrúa í Norræna tengslanetinu um
nám fullorðinna sem kostað er af Norrænu ráðherranefndinni, og vinnur að ýmsum sam-
starfsverkefnum, sem tengjast viðfangsefnum FA, en eru fjármögnuð með styrkjum.
Hér verður stiklað á stóru í starfsemi FA árið 2014.
iNgiBjÖrg ELsA gUÐMUNdsdóttir
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir