Gátt - 2014, Page 107

Gátt - 2014, Page 107
107 F r Æ Ð s L U M i Ð s t Ö Ð A t V i N N U L Í F s i N s g á t t – á r s r i t – 2 0 1 4 V o T T A Ð A R N Á M S L e I Ð I R Samstarfsaðilar Fræðslusjóðs við framkvæmd á vottuðum námsleiðum á árinu 2013 voru 13 símenntunarmiðstöðvar. Vottað nám er skilgreint sem nám samkvæmt námsleiðum sem hafa verið sérhannaðar af FA fyrir fólk á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og metnar hafa verið til eininga á framhaldsskólastigi og annað nám sem Fræðslu- sjóður viðurkennir. Fjöldi þátttakenda á árinu 2013 í vottuðum námsleiðum, sem Fræðslusjóður fjármagnaði, var 2.615 í 215 hópum. Um 64% þátttakenda eru af landsbyggðinni en 36% sóttu námið á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendum hjá sjö símenntunarmið- stöðvum fjölgar á milli ára á meðan það er fækkun hjá sex. Í heild fækkaði þátttakendum á milli áranna 2012 og 2013 úr 2.698 í 2.615 eða um 3%. Loknum einingum á milli áranna 2012 og 2013 fjölgaði úr 32.761 einingu í 35.726 einingar eða um 9%. Hlutfallsleg fjölgun eininga umfram fjölgun nemenda skýrist af því að fleiri nemendur luku lengri námsleiðum en áður. Fleiri konur en karlar eru þátttakendur í vottuðum náms- leiðum, á síðustu árum hefur körlum fjölgað nokkuð, árið 2013 var hlutfall þeirra 35% en hlutfall karla var aðeins tæp 20% árið 2008. Samanburður áranna 2012 og 2013 sýnir að í vottuðu námi greiddu af Fræðslusjóði fjölgar nemendastundum um rúmlega 40 þúsund á meðan nemendastundum í vottuðu námi greiddu af öðrum fækkaði um rúmlega 3 þúsund. Samanlagt fjölgar nemendastundum í vottuðu námi fyrir markhóp FA um rúmlega 38 þúsund eins og mynd 2 sýnir. Framboð á vottuðum námsleiðum í framhaldsfræðslunni hefur aukist mikið síðasta tæpa áratuginn. Árið 2006 var fyrsta árið sem vottaðar námsleiðir voru í boði á símenntun- armiðstöðvum í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Það ár voru 13 mismunandi námsleiðir kenndar, framboðið hefur aukist hægt og bítandi og árið 2013 voru 28 mismun- andi vottaðar námsleiðir kenndar. Á sama tíma og framboð vottaðra námsleiða hefur aukist hefur samsetning þeirra breyst. Vottuðu námsleiðunum hefur gjarnan verið skipt upp í þrjá flokka, í fyrsta lagi almennt nám sem flokka má sem klassískt bóknám, í öðru lagi er það starfsnám sem er þá starfstengt nám og í þriðja lagi nám tengt námserfiðleikum sem er einkum miðað að nemendum sem eiga við lestrarerfiðleika að glíma. Fjölda nemenda í hverjum þessara flokka má sjá á mynd 3. Hlutfallslega dreifingu má sjá á mynd 4, þar sést að hlutfall nemenda sem sækja námsleiðir tengdar læsiserfiðleikum hefur farið lækkandi. Fjöldi og hlutfall nemenda í almennu námi jókst tals- vert á árunum 2009 til 2011 en sú fjölgun gekk svo til baka á árunum 2012 og 2013 þegar nemendum fjölgaði í starfs- námstengdum námsleiðum. Dreifing nemenda í námsleiðir segir þó aðeins hálfa sög- una um skiptingu námsleiðanna í fyrrnefnda flokka. Náms- leiðir sem falla í flokkinn almennt nám eru í mörgum tilfellum lengri en námsleiðir sem falla undir starfsnám eða læsiserfið- leika. Ef hlutfallsleg skipting í flokkana þrjá er skoðuð eftir fjölda nemendastunda eykst þáttur almenna námsins mikið eins og sjá má á mynd 5. FriÐriK hjÖrLEiFssoN S T A R F S e M I F R Æ Ð S L U S j ó Ð S Friðrik Hjörleifsson Mynd 1 – þátttakendur í námstilboðum símenntunarmiðstöðva 2013, vottað nám, fjármagnað af Fræðuslusjóði. Austurbrú Farskólinn Framvegis Fræðslumiðst.Vestfj. Fræðslunet Suðurlands IÐAN fræðslusetur MSS Mímir-símenntun Sím. á Vesturlandi Símey Starfsmennt Viska Þekkingarnet Þingeyinga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.