Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 6
Hljómsveit lék á fundinum baráttusöngva jafnaðar-
manna og ættjarðarljóð.
Þá voru kjörnir starfsmenn þingsins og nefndir og
kjörbréf fulltrúa rannsökuð og síðan samþykkt.
2. fundur þingsins hófst kl. 2 sunnudaginn 30. nóvem-
ber. Þrjú ný Alþýðuflokksfélög höfðu sótt um inn-
göngu í flokkinn, Alþýðuflokksfélag Bolungavíkur,
Alþýðuflokksfélag Ólafsvíkur og Alþýðuflokksfélag
Súðavíkur. Miðstjórn hafði þegar samþykkt inngöngu
félaga þessara fyrir sitt leyti, og samþykkti flokks-
þingið hana einnig einróma.
Samþykkt var að heimila ritstjórn Alþýðublaðsins og
alþýðuflokksmönnum, sem verið hefðu fultrúar á Al-
þýðusambandsþingi og þingi Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, þingsetu með málfrelsi og tillögurétti.
Þá fluttu forseti, Stefán Jóh. Stefánsson, og ritari
flokksins, Gylfi Þ. Gíslason, skýrslur sínar. Fjallaði
hin fyrri um stjómmálaþróunina síðast liðin tvö ár og
baráttu Alþýðuflokksins, og er hún prentuð í þessum
þingtíðindum. Hin síðari fjallaði um hið innra starf
flokksins og flokksfélaganna. Gjaldkeri flokksins, Guð-
mundur I. Guðmundsson, las ennfremur reikninga
flokksins og Alþýðublaðsins.
I tilefni af kaupdeilu þeirri, sem um þessar mundir
stóð sem hæst, var þessi ályktun samþykkt einróma:
„23. þing Alþýðuflokksins lýsir yfir fyllsta stuðningi
við baráttu þeirra verkalýðsfélaga, sem nú eiga í deilu
um kaup og kjör til að vega upp á móti þeirri skerð-
ingu, sem orðið hefur á lífskjörum almennings vegna
síhækkandi verðlags og skatta í tíð núverandi ríkis-
stjórnar. Heitir flokkurinn þessum verkalýðsfélögum
4