Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 26

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 26
afstöðu og örðugleika lítillar þjóðar, í sambandi við vist varnarhersins. En það er eitt, sem ég vildi sérstaklega vara við, og ekki að ástæðulausu. Við megum ekki láta hinn ofsa- fengna og slæga áróður kommúnistanna skapa óvináttu, tortryggni og misskilning í garð Bandaríkjanna. Við skulum minnast þess, að vel hefði Island getað orðið, um lengri eða skemmri tíma, bráð nazismans, ef ekki hefði notið hins geysimikla máttar Bandaríkjanna í síðasta stríði. Hinn fyrirskipaði áróður kommúnista um heim allan, í því skyni að æsa upp Bandaríkjahatur, getur stundum orðið veikum sálum hrösunarhella. Jafnaðarmenn verða víða um lönd að vara við þessari hættu. A nýafstöðnu þingi brezka Alþýðuflokksins, komst einn af hinum ungu og efnilegu foringjum flokksins, sem sérstaklega hefir kynnt sér utanríkismál, þing- maðurinn Dennis Healy, meðal annars svo að orði, í sambandi við afstöðu til Bandaríkjanna: Við skulum minnast þess, að vinskapur sumra, jafnvel innan okkar flokks, gagnvart Bandaríkja- mönnum, kemur fram á þann einkennilega hátt, að þeir nota hvert tækifæri til þess að reyna að brjóta tennurnar í hinum amerísku vinum sínum. „And-ameríkuisminn“ er skömm fyrir sósíalismann. Sumir and-ameríkanarnir eru jafn ofsafengnir og gyðingahatarar. Hvað er allt þetta hrifnæma hjal um hugsjónir sósíalismans og alþjóðlega bræðrahyggju mikils virði, þegar það þýðir, að við séum allir bræður nema Bandaríkjamenn? Og getum við ekki losnað við allt þetta þvaður um Wall-Street, sem ráði amerískum stjórnmálum. Asakanir sumra manna 24

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.