Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 28

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 28
hversu mikil nauðsyn sé á því að breyta um stefnu og taka upp aðra stjórnarhætti. Á því tæpa þriggja ára tímabili, sem samstjórn sú sat, þar sem ég hafði forsæti, hækkaði gamla verðvísi- talan úr 310 stigum í 330 stig, miðað við 1. sept. 1949, eða ekki nema 6,45%. Frá þeim tíma til 1. nóv s.l. hækkaði sama vísitala úr 330 stigum í 669 stig, eða 102,7%. Hljóta allir að sjá, hversu geigvænleg hætta stafar af þessari ofsahækkun á öllu verðlagi í landinu, bæði fyrir allt atvinnulíf og afkomu manna. Island hefir, undir núverandi ríkisstjórn, slegið heimsmet í dýrtíðaraukningu. Áður en núverandi ríkisstjórn tók við, bar mjög lítið á atvinnuleysi. En allir vita, hvernig nú er högum háttað í þessu efni. En þó væri þetta atvinnu- leysi miklum mun meira, ef ekki hefðu komið til veru- legar verklegar framkvæmdir á vegum varnarliðsins, þar sem mörg hundruð, eða jafnvel þúsundir manna hafa fengið nokkra vinnu. Þá kunna menn að segja, að ríkisstjórnin hafi bætt úr vöruskortinum og afnumið svarta markaðinn. En sannleikurinn í því máli er sá, að núverandi ríkisstjórn hefir, vegna aðgerða fyrrver- andi stjórnar um þátttöku í Marshallaðstoðinni, fengið sem gjafafé um 23 millj. dollara, eða um 370 millj. ísl. króna. Af þessum ástæðum, og þeim einum, hefir tekist að flytja inn miklar vörur til landsins og framkvæma stækkun Sogsvirkjunar og Laxárvirkjunar og hefja byggingu áburðarverksmiðju. Og með bátagjaldeyris- óstandinu hefir raunverulega verið löghelgaður svartur markaður í landinu. Samtímis hefir verðlagseftirlitið verið gert að engu og allt látið reka á reiðanum, varð- andi skipulagslausan innfluning, sem aftur hefir leitt til þess, að margur iðnaður í landinu á við mjög knöpp 26

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.