Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 32

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 32
mun þó gefa nokkra hugmynd um þaS, að við margt er að stríða, og eru það ýmis úrlausnarefni, er þingið mun taka til meðferðar. En sízt af öllu ættum við forystu- mennirnir að taka það illa upp, þótt fundið væri að of litlum störfum, og að það sé harmað, að ekki skuli árangurinn vera betri af baráttunni. Þeir, sem hafa mikinn áhuga, góðan vilja og hafa sýnt í verki, dug, djörfung og fórnfýsi, hafa ekki einungis rétt, heldur beinlínis skyldu til þess að gagnrýna og brýna til ótrauðari baráttu. Slík gagnrýni og hvatning er öllum nauðsynleg, og er vissulega ástæða til þess að henni sé beitt. Forystumenn flokksins eiga ekki að vera nein gpð á stalli, sem húrrað sé fyrir og klappað tímum saman, heldur trúnaðarmenn, sem hafa skyldur við góð málefni. Allt það, sem aflaga hefir farið, og það, sem skortir á djarfa sókn, dug', áhuga og atorku, á að vera hvatning til þess að bæta úr og gera betur. Okkur getur greint á um starfsaðferðir og' jafnvel einstök mál. En öll erum við raunverulega sammála um það, að það beri að vinna vel, en umfram allt erum við á einu máli um öll höfuðatriði, um það hugmyndakerfi, er safnað hefir mönnum saman til myndunar Alþýðuflokksins, og hefir allt frá upphafi verið hirin rauði þráður flokksins, en það er jafnaðarstefnan á vegum lýðræðisins. Það er sannfæringin um ágæti þessarar stefnu og um framtíð hennar, er tengir okkur öll saman í órofa heild. Látum þá menn í öðrum flokkum, eða utan flokka, er tala um ágæti sósíalismans, en afneita hans krafti, eina um sínar varajátningar. Og við skulum láta okkur í léttu rúmi liggja, þótt einstaka menn utan okkar raða, og jafnvel flokkar, telji sig hafa skoðun og stefnu, sem í samræmi 30

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.