Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 37

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 37
með sterkum og órjúfanlegum varnarvirkjum, að hindra það, að til árása dragi. Það er segin saga, og einkennir öll einræðisríki, að þau nota sér hverja smugu varnarleysisins, til þess að koma ár sinni sem bezt fyrir borð og ná þannig auknum áhrifum og yfir- ráðum. Þetta sýnir saga nazismans og kommúnismans hin síðari ár. Þegar stjórn Atlantshafsbandalagsins fór að gera auknar öryggisráðstafanir, og þar sem margt benti til þess, að ástæða væri til þess að óttast, að árásir úr austri gætu skollið á, var það næsta eðlilegt að Island gleymdist ekki í þeim athugunum. Hér var um alger- lega óvarið land að ræða, en land, sem augsýnilega hefði mikla þýðingu, ef til átaka kæmi. Hófust því nokkrar umræður um það mál á þeim vettvangi. A þingflokksfundi 2. okt. 1950, skýrði ég frá því, að ég hefði fengið þær upplýsingar hjá utanríkisráðu- neytinu, að í stjórn Atlantshafsbandalagsins væri ástand alþjóðamála talið mjög ótryggt og að menn væru þar uggandi um að til átaka gæti komið, fyrr eða síðar, og í því sambandi hefði verið rætt þar um varnarleysi Islands, en engum óskum þó verið beint til íslenzkra stjórnvalda, varðandi það atriði sérstaklega. Fulltrúi frá Alþýðuflokknum fékk alltaf jafnóðum vitneskju um, hvað liði þróun þessara mála. Þegar kom fram á árið 1951 hófust samtöl á milli ís- lenzkra stjórnvalda og fulltrúa frá Atlantshafsbanda- laginu um nauðsyn ti^varna á íslandi. Þingflokkurinn, eða trúnaðarmenn frá honum fylgdust með þessum viðræðum og framvindu þeirra. Á þingflokksfundi 12. apríl 1951, þar sem mættir voru þingmenn flokksins og auk þeirra Stefán Péturs- 35

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.