Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 41
vernda friðinn. í annan stað vildi flokkurinn, að ísland
yrði aðili að Atlantshafsbandalaginu, einungis í því
skyni að efla varnir og samstöðu friðsamra lýðræðis-
þjóða og þá um leið treysta varnir landsins. Og ég tel,
að að því ætti að vinna að ná öflugri samtökum innan
þess bandalags um samvinnu og sameiginlega úrlausn
á fjárhags-, menningar- og félagsmálum. Sú skoðun er
nú mjög uppi meðal áhrifamanna innan jafnaðarmanna-
flokkanna í Vestur-Erópu.
Eitt atriði vil ég að lokum nefna, er snertir utanríkis-
málin. En það er ákvörðun um landhelgislínuna nýju.
Það mál er undirbúið af öllum lýðræðisflokkunum í
sameiningu, og hafa þeir haft um það samstöðu. Og þar
sem nú er risin upp nokkur togstreita við Breta út af
þessu máli, þá er mjög nauðsynlegt að einhugur ríki
um það hér, og ekki verði hvikað frá rétti íslands til
þess að ákveða um landhelgislínuna og framkvæma á
þann hátt nauðsynlega verndun fiskimiðanna.
Eg tel það að sjálfsögðu nauðsyn, að trúnaðarmenn
Alþýðuflokksins eigi þess kost framvegis eins og hingað
til að fylgjast gaumgæfilega með utanríkismálunum, og
vissulega geta þau atriði komið þar fram, er Alþýðu-
flokkurinn hlýtur að íhuga rækilega af sinni hálfu og
taka þá afstöðu til, út frá meginstefnu sinni í utanríkis-
málum. Og vel gæti einnig til þess komið, að hann sæi
sig knúinn til þess að gera athugasemdir og finna að
framkvæmd og starfsaðferðum í þessum málum. Mun
flokkurinn standa þar vel á verði.
Stefna ríkissjórnarinnar og áhrif hennar.
Alþýðuflokknum var það fyllilega ljóst, þegar nú-
verandi ríkisstjórn var mynduð, að þaðan væri sízt að
39