Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 47

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 47
Stjórnarandstaða Alþýðuflokksins og barátta hans til úrbóta. Það ræður að líkum, að Alþýðuflokkurinn hafi ein- dregið beitt sér gegn ríkisstjórninni og stefnu hennar. Sú afstaða var skýrt mörkuð á síðasta flokksþingi, og ■■■. henni hefir verið fylgt fram af miðstjórn, þingflokki og blöðum flokksins á kjörtímabilinu. Það hefir verið leit- azt við að draga fram og skýra, hversu stjórnarstefnan hefir verið ógiftusamleg fyrir allan almenning. Þetta hefir að sjálfsögðu einkum verið gert í aðalblaði flokks- ins og þó ekki síður á Alþingi og hafa útvarpsumræður þaðan einkum átt að leiða í ljós hina ákveðnu, og ég vil segja rökstuddu andstöðu flokksins gegn ríkisstjóm- inni og stefnu hennar í innanlandsmálum. Er ég þess viss, að flokksmenn hafa veitt því athygli og yfirleitt verið mjög sammála gagnrýni flokksins meðal kjósenda landsins, ekki sízt þegar þess er gætt, hversu mikið form- legt þingfylgi hún hefir og það þinglið greiðir henni at- kvæði, þó með misjafnri gleði og ánægju. En það var vissulega ekki nægilegt að gagnrýna ríkis- stjórnina og stefnu hennar, þó það V'æri nauðsyn, til þess að reyna að opna augu kjósendanna fyrir óheilla- stefnu hennar og áhrifum þeim, er hún hlaut að skapa. Það varð einnig og ekki síður að bera fram raunhæf og vel studd mál, er orðið gætu til þess að létta þyngstu byrðunum af þeim, er versta hafa afkomuna og tryggja lífskjör almennings eftir því, sem frekast væri kostur. Þessarar jákvæðu hliðar stjórnarandstöðunnar hefir þingflokkurinn reynt að gæta af fremsta megni. Skal þá vikið að þeim málum, er hann hefir flutt á síðustu þingum í þessu skyni. Það má með sanni segja, að barátta Alþýðuflokksins 45

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.