Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 48

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 48
frá upphafi hafi fyrst og fremst leitt til þeirrar djarf- mannlegu sóknar, er hafin var fyrir aukinni félagsmála- löggjöf, og að sú sókn hafi borið mikinn og giftudrjúgan árangur. I hvert sinn sem Alþýðuflokkurinn hefir staðið að ríkissjórn, hefir hann ekkert tækifæri látið ónotað til þess að sækja fram á þessu sviði. A þennan hátt urðu til lögin um alþýðu- og almannatryggingar, lög- gjöfin um verkamannabústaðina, orlofslögin, núgildandi lög um hvíldartíma háseta. á botnvörpuskipum, og margskonar fleiri löggjöf, sem hefir orðið alþýðunni mikils virði. En þegar áhrifa Alþýðuflokksins gætir ekki lengur á stjórn landsins, skapazt í þessum efnum kyrrstaða eða jafnvel afturför. Sú hefh orðið raunin í tíð núver- andi stjómar. Og' með því ástandi breikkar það bil, sem er á milli Islands og nágrannalandanna í þessum málum, bil sem var oft áður eigi mikið og jafnvel stund- um að þar hallaði ekki á Islendinga. Það er því næsta eðlilegt og sjálfsagt, að þingflokkur- inn léti til sín heyra í þessum efnum og bæri fram og fylgdi fast eftir ákveðnum og vel rökstuddum umbóta- tillögum. Skal nú vikið nokkuð að baráttu þingflokksins fyrir þessum málum á Alþingi. I þrjú þing í röð hefir flokkurinn flutt frumvarp um að lengja hvíldartíma skipverja á botnvörpungum upp í 12 stundir. Tregða hinna sameinuðu íhaldsafla stjórn- arflokkanna hafa alltaf hindrað samþykkt þessa merka máls. Og þó að búið sé að ná þessu marki að verulegu leyti með samningum, og það hafi komið í ljós, að þessi skipan mála muni alls ekki ofþyngja útgerðinni, og þó að þetta mál geti valdið áframhaldandi hættulegum 46

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.