Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 49

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 49
deilum við samninga, eins og verið hefir, stritast íhalds- öflin þó enn á móti. En áfram mun haldið í þessu máli, unz sigur vinnst. Þingflokkurinn hefir borið fram ítarlega tillögu rnn skipun nefndar, til þess að endurskoða orlofslögin, með það fyrir augum, að lengja orlofstímann upp í 3 vikur, tryggja að orlofsfé sé greitt á löglegan hátt, og tryggja framkvæmd ódýrra og hentugra orlofsferða. Allsstaðar á Norðurlöndum, utan Islands, er nú orlofstíminn lengdur í 3 vikur. Island er nú orðið eftirbátur. En stjórnarflokkarnir virðast ætla að hundsa þessa tillögu. En málefnið er svo gott, að það er aðeins spurning um tíma, hvenær þessar umbætur fást, með illu eða góðu. Þingflokkurinn hefir einnig flutt tillögu um undir- búning löggjafar um atvinnuleysistryggingar. Eru þar færð fram skýr rök fyrir nauðsyn þessa máls. En stjórnarflokkarnir hafa þau rök að engu. Þá hefir þingflokkurinn flutt nú í þriðja sinn frum- varp um aukin lán til bygginga verkamannabústaða, og er þar gert ráð fyrir, að útvegaðar verði árlega 30 milljón króna lán í þessu skyni, sem nægi til byg'ginga 200 íbúða. Það eru færð fram skýr rök fyrir því, að þetta sé framkvæmanlegt, og um nauðsynina á aukn- um byggingum verkamannabústaða, efast enginn. En þetta mál mætir sama skilningsleysi, áhugaskorti eða jafnvel beinum fjandskap úr herbúðum stjórnarliðsins, eins og önnur umbótamál. Flokkurinn hefur flutt á þingi frumvarp um greiðslu mæðralauna til ekkna, fráskilinna kvenna og ógiftra mæðra, sem hafa 2 börn eða fleiri innan 16 ára aldurs á framfæri. Þetta nauðsynlega nytsemdarmál, á því miður fáa formælendur í stjórnarfylkingunni. 47

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.