Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 50

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 50
Þá flytur þingflokkurinn í þriðja sinn hið stórmerka frumvarp um atvinnustofnun ríkisins. Fylgir því ítar- leg greinargerð og rökstuðningur. En með frumvarpinu er það ætlunin, að ríkið geri ráðstafanir til þess að tryggja fulla atvinnu í landinu. Verkefni atvinnu- stofnunarinnar er ætlazt til að verði þessi: 1) Skráning vinnuafls þjóðarinnar og samning launaskýrslna, 2) atvinnuleysisskráning, 3) vinnumiðlun, 4) leiðbein- ingar um stöðuval, 5) vinnuþjálfun, 6) öryrkjavinna, 7) unglingavinna, 8) ráðstöfun atvinnubótafjár. Er hér vissulega um stórkostlega merkilegt mál að ræða. En ekki hefir orðið unnt til þessa að opna augu stjórnar- flokkanna fyrir nytsemi þess og nauðsyn. Þetta eru helztu frumvörp Alþýðuflokksins á félagsmálasviðinu, og marka þau skýra og ákveðna stefnu flokksins í þess- um málum. Eins og rakið hefir verið hér á undan, er hin ört vaxandi dýrtíð váleg kjaraskerðing fyrir alþýðuna. Ein af ástæðunum til þess, að svo hefir farið, er það, að ríkissjórnin hefir afnumið svo að segja allar hömlur á verðlagi, sem oft hefir leitt til óheyrilegs okurs. Þess vegna hefir þingflokkurinn flutt frumvarp um verð- iagseftirlit, þar sem ákveðið er að taka upp opinbert verðlagseftirlit að nýju. Er það vissulega hið mesta nauðsynjamál. En stjórnarflokkarnir hafa í sameiningu risið öndverðir gegn þessari réttarbót. Skattalöggjöfin er orðin ærið úrelt og óréttlát, og stjórnarflokkarnir hafa virzt um það hugsa fyrst og fremst, að auka skattana og tollana, er hart koma niður á almenningi. Þessi frumvörp eru: Frumvarp um hækkun á persónufrádrætti við skatta- álagningu. 48

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.