Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 53

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 53
Hér hafa þá verið rakin helztu málefnin, er þing- flokkur Alþýðuflokksins hefir flutt og barizt fyrir, og um leið drepið á, að stjórnarflokkarnir hafa ýmist sýnt þessum málum fáleika eða fullan fjandskap. En eitt er víst og áreiðanlegt: Að þessi mál þingflokksins og barátta fyrir þeim, markar skýra og ákveðna stefnu flokksins til umbóta og er í fullu samræmi við ákvarðanir flokks- þinga og flokksstjórnar. Ber brýna nauðsyn til þess að blöð flokksins og flokksmennirnir yfirleitt, fylgi þessari sefnu fram ótrauðlega bæði í ræðu og riti. Hér eru sannarlega á ferðinni mál, er verðskulda bæði fulla eftirtekt og það, að fyrir þeim sé barizt af fullum þrótti, allsstaðar þar, sem unnt er að koma því við og af öllum þeim, er fylgja vilja stefnu flokksins og meta málefni hans. Gefst vissulega tækifæri til þess fyrir flokks- þing'ið að undirstrika þessi mál og önnur fleiri, veita þeim brautargengi, og síðan taka upp baráttu fyrir þeim í samstæðri fylkingu, gefa ekkert lát á orusunni, hefja kosningaróðurinn strax á þessum trausta grund- velli. Þá ætti að vera auðið að skapa þessum marghátt- uðu umbótamálum aukið og öflugt fylgi við næstu alþingiskosningar, og þannig tryggja og styrkja aðstöðu flokksins til áframhaldandi baráttu og áhrifa. Aukakosningar. Eins og alkunnugt er hafa farið fram þrennar auka- kosningar á tímabilinu á milli flokksþinga. I Mýra- sýslu stóð barátta eins og alltaf áður á milli frambjóð- enda Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Það eitt leiddi ekki hvað sízt til þess, að nokkuð fækkaði atkvæðum ágæts frambjóðanda Alþýðuflokksins. Sumir kjósendur flokksins í Mýrarsýslu vildu frekar beita atkvæði sínu 51

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.