Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 56

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 56
syni hafði tekizt að vinna með fádæma vinsældum sín- um og persónulegum töfrum, auk þess sem andstæðing- um Alþýðuflokksins hafði tekizt að koma ár sinni betur fyrir borð en áður. Frambjóðandi Alþýðuflokksins hlaut mikið fylgi og er það mjög greinilegt, að um harðsnúinn hóp er að ræða, sem allar líkur benda til að megi styrkja og efla á þann veg, að hann geti síðar gengið með sigur af hólmi. Ég skil það vel, að margur bjartsýnn, áhugasamur og góður flokksmaður hafi orðið fyrir vonbrigðum við úr- slit aukakosninganna. Allir viljum við, sem flokkinn fyllum, sem mestan frama hans og framgang, og sumir kunna að vera óþolinmóðir og finnst seint sækjast. Ef unnt væri með rökum að kenna málefnum flokksins, stefnu hans og starfsaðferðum eða þróttleysi um, er það sjálfsagt og ekki sízt verkefni þinganna að finna ráð til úrbóta. Ég' hefi sjálfur þá sannfæringu, að málefni flokksins og túlkun þeirra ættu að endast til þess að afla flokknum fylgis. En oft er vissulega við ramman reip að draga í því efni að koma málefnum flokksins nægilega á framfæri meðal alþjóðar. Flokkurinn á við mikinn og alvarlegan fjárskort að búa. Hann hefir enga auðjarla eða stórar og ríkar stofnanir til þess að leggja fram fé. Megin hluti flokksmanna er hlaðinn störfum til þess að vinna fyrir sér og sínum og getur fáum tímum fórnað og ennþá síður fé. Hvíla því framkvæmdir, áróður og vinna í flokksþágu á of fáum mönnum. Það gerir oft erfitt um vik. En þó að seint sækist og seinna en óskir áhugamanna' hníga að, er samt sannarlega ekki ástæða til þess að láta óþolinmæði hlaupa með sig í gönur. Þvert á móti er þá það ráð eitt sigurvænlegt að treysta böndin og 54

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.