Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Qupperneq 57
herða sóknina. Annað er ekki sæmilegt góðum málstað.
Og þeir, sem á hann trúa, örvænta ekki, heldur láta
þeir örðugleikana hleypa sér kappi í kinn og verða
hvatning til nýrra og öflugri áaka.
En aukakosningarnar og úrslit þeirra leiða hugann
mjög að hinni úreltu og óréttlátu kjördæmaskipun. Nú
er svo komið, að Alþýðuflokkurinn á aðeins 6 fulltrúa
á Alþingi, en fékk við síðustu kosningar rétt um 12000
atkvæði. Um 2000 atkvæði standa því að baki hverjum
fulltrúa hans á þingi. Að baki hverjum af hinum 18
fulltrúum Framsóknarflokksins á þingi standa tæpir
1000 kjósendur, eða helmingi færri en hvað Alþýðu-
flokkinn snertir. Bak við hvern þingmann kommúnista
eru til jafnaðar rúmir 1500 kjósendur. Kemur það því
greinilega í ljós að Alþýðuflokkurinn er lang mest af-
skiptur um fulltrúafjölda. Hljóta þessar staðreyndir
mjög að skera í augu, og verður vart unað til langframa
við þetta óréttláta skipulag. En því miður er helzt útlit
fyrir, að stjórnarflokkarnir hugsi frekast til þess að bæta
gráu ofan á svart með ennþá ranglátara skipulagi
þessara mála. Þarf Alþýðuflokkurinn þar vel að standa
á verði og beita öllu afli sínu, og ég vil jafnvel segja
allt að því öllum ráðum, til þess að hindra þar
skemmdarverk, en hinsvegar keppa að því að fá sem
fyllsta leiðréttingu þessara mála.
Forsetakosningamar.
Ég' gat þess í setningarræðunni, að ég myndi í þessari
skýrslu minnast nokkuð nánar á forsetakosningarnar,
aðdraganda þeirra, úrslit og áhrif.. Ég mun því víkja
nokkuð að þessum merkilega viðburði.
Það var alþjóð kunnugt, að hinn ástsæli forseti,
55