Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 59

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 59
að stjórnarflokkarnir myndu fylgja því forsetaefni, er ráðherrarnir kæmu sér saman um. A hinn bóginn var það ljósara, eftir því, sem tímar liðu fram, að fjöldi manna úr öllum lýðræðisflokkunum, hefðu ákveðinn augastað á Ásgeiri Ásgeirssyni sem forsetaefni. Meðal Alþýðuflokksmanna var vart rætt um annan. Liðu svo stundir, og innan ríkisstjórnarinnar stóð lát- laust þóf, og mun því hafa verið mest fram haldið af Framsóknarráðherrunum, að velja ætti sem forsetaefni mann úr röðum góðra embættismanna, er ekki hefðu haft sig mikið í frammi í stjórnmálum. Báru ráðherrar beggja stjórnarflokkanna fram tillögur um menn af sinni hálfu, sem ekki náðist samkomulag um. Innan Sjálfstæðisflokksins fóru að heyrast ákveðnar raddir um framboð til forsetakjörs af flokksins hálfu, og voru þá einkum tilnefndir formaður flokksins, Olafur Thors eða bróðir hans Thor Thors sendiherra. Til þessara manna beggja mun hafa verið leitað, en þeir að lokum neitað að verða í kjöri. Fulltrúar Alþýðuflokksins leituðu að fyrra bragði eftir því við forsætisráðherra, að reynt yrði sem víðtæk- ast samkomulag um framboð, og bentu þá á það, sem þeir töldu staðreynd, að Ásgeir Ásgeirsson nyti mikils fylgis í öllum lýðræðisflokkunum, og væru mestar líkur til þess, að hann gæti orðið sameiningartákn mikils hluta þjóðarinnar. Forsætisráðherra vildi halda málinu til samninga innan ríkisstjórnarinnar og taldi sig ekki geta sagt neitt ákveðið. En þegar það kvisaðist, að vel gæti svo farið, að Sjálfstæðisflokkurinn byði fram sérstakt forsetaefni af sinni hálfu, óskaði forsætisráðherra eftir viðtali við nefnd Alþýðuflokksins, og var með hon- um í þeim umrgeðum Vilhjálmur Þór forstjóri. Engin 57

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.