Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Qupperneq 61
við forsetakjör. Miðstjórnin felur nefnd þeirri, er
kosin var á síðasta fundi að stuðla að því, eftir því
sem frekast er unnt, og í samráði við Asgeir Asgeirs-
son, að fá sem víðtækastan stuðning frá lýðræðis-
flokkunum með kjöri hans í forsetastöðuna.“
I miðstjóm Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins voru
knúðar fram meirihlutasamþykktir með framboði
séra Bjarna Jónssonar, en menn úr báðum þessum
flokkum lýstu því eindregið og afdráttarlaust yfir, að
þeir teldu sig alls ekki bundna og myndu eftir sem
áður fylgja framboði Asgeirs Asgeirssonar.
Miðstjórn kommúnista mun hafa ákveðið, eftir þauf
og með ágreiningi, að flokkurinn hefði engin skipti af
forsetakjörinu og fyrirskipaði flokksmönnum að sitja
hjá við kosningarnar. Samtök nokkurra manna ákváðu
að hafa Gísla Sveinsson fyrrv. sendiherra í kjöri.
Og síðan hófst hin eftirminnilega og óvenju harða
kosningabarátta. Stjórnarflokkarnir settu flokksvél
sína í fullan gang, og flest blöð þeirra hömuðust af
öllum mætti með framboði séra Bjarna Jónssonar. Ráð-
herrarnir fóru út um allt land og lögðu sig alla fram,
einkum þó formenn stjórnarflokkanna og forsætisráð-
herra. Var beitt allri þeirri málafylgju, sem unnt var
yfir að ráða, óspart beitt blíðmælum, og einnig jafn-
vel hótunum, ef því var að skipta. Lögðu ráðherrarnir
svo fast sem þeir gátu að flokksmönnum sínum, bæði
með góðu og illu, að fylgja nú flokksforystunni. Var
óspart, í ræðu og riti, á fundum og í einkasamtölum,
veitzt að Ásgeiri Ásgeirssyni, og því miður oft á miður
drengilegan hátt. Var þáttur sumra ráðherranna í þess-
um áróðri ekki sem skyldi, og ekki sízt var það óvið-
kunnanlegt, að forsætisráðherra, sem var einn af hand-
59