Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Síða 63
knúðu þessar umræður fram. En þeim var mótmælt
af hálfu Alþýðuflokksins, sem neitaði að taka þátt í
þeim. Vissulega var ákvörðun þessara umræðna með
öllu óréttmæt. Með þeim var loku skotið fyrir það, að
eitt forsetaefnið, Gísli Sveinsson, fengi þar formælanda.
I annan stað var samtökum þeim úr öllum flokkum, er
studdu Ásgeir Ásgeirsson, enginn kostur gefinn á að taka
þátt í umræðunum, en vitað var, að 3 útvarpsræðu-
manna, formenn stjórnarflokkanna og kommúnista voru
algerlega andvígir Ásgeiri Ásgeirssyni, og vitað, að
þeir myndu allir raunverulega fylgja framboði séra
Bjarna Jónssonar. En það varð lítið úr því höggi, sem
hátt var reitt. Utvarpsumræðurnar urðu andstæðingum
Ásgeirs Ásgeirssonar til lítils sóma eða gagns. Formenn
stjórnarflokkanna, og þó sérstaklega formaður Sjálf-
stæðisflokksins, gerðu hvorttveggja að grátbiðja flokks-
menn sína að kjósa séra Bjarna, og eins hitt að leggja
við heiður og sæmd flokks síns að hann næði kosningu.
Formaður kommúnista ruddi aðallega úr sér svívirðing-
um um Bandaríkin, hafði að yfirvarpi hlutleysi flokks
síns í kosning'unum, en bað menn þó umfram allt að
kjósa ekki Ásgeir Ásgeirsson. En landsfólkið hlustaði
undrandi og margir með ógeði á þessar umræður.
Svona fór um sjóferð þá.
Og svo komu sjálfar kosningarnar og úrslit þeirra,
sem öllum eru kunn. Ásgeir Ásgeirsson gekk með glæsi-
legan sigur af hólmi. Andstæðingar hans urðu margir
höggdofa og ókvæða við, ekki sízt þegar það kom í ljós,
að hann hafði fengið meiri hluta atkvæða í Reykjavík
og mörgum kjördæmum, er verið höfðu öruggt vígi
S j álf stæðisf lokksins.
Að sjálfsögðu verður ekki um það sagt með vissu,
61