Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Síða 64
hvernig fylgi stjórnarflokkanna skiptist. Eins og áður
segir munu svo að segja allir Alþýðuflokksmenn hafa
kosið Ásgeir Ásgeirsson og mjög verulegur hluti úr
hinum flokkunum. Þó er öll ástæða til þess að ætla, að
meiri hluti kommúnistakjósenda í landinu, hafi ekki
kosið Ásgeir Ásgeirsson, heldur séra Bjarna Jónsson,
því að svo mjög lögðu fremstu forystumenn flokksins sig
fram í því skyni, og meginhluti af liði þeirra lýtur yfir-
leitt þeirra sterku leiðsögn eða skipunum. Stjórnar-
flokkarnir skiptust mjög rækilega, en þó nokkuð mis-
jafnt í kjördæmunum.
En hverjir réðu úrslitunum og kusu fyrst og fremst
Ásgeir Ásgeirsson? Það voru menn úr öllum flokkum,
næstum allur Alþýðuflokkurinn stóð þar óskiptur. Það
voru fyrst og fremst verkamenn, sjómenn og iðnaðar-
menn úr öllum flokkum, verulegur hluti bænda og mið-
stéttafólks auk allmargra embættis- og kaupsýslumanna.
En fyrst og fremst var það alþýðan í landinu, er stóð
að þessari kosningu, alveg án tillits til flokkaskiptingar.
Það var hreyfing fólksins sjálfs, risin upp þess á meðal
og borin uppi af ákveðnum skoðunum og áhuga. Og
þetta fólk lét ekki segja sér fyrir verkum af stjórnum
flokka sinna, en fór alveg sínu fram. Það var mjög
eftirtektarvert að veita þessu fyrirbæri athygli. Það bar
órækan vott um dómgreind fólksins, skoðanafestu þess
og sjálfstæði. Þessvegna er forsetakosningin athyglis-
verðasti viðburður í opinberu lífi og stjórnmálum síð-
ustu tíma.
En þá mætti að lokum spyrja, hvort forsetakjörið
muni valda nokkrum varanlegum straumhvörfum eða
áhrif hafa á stjórnmál í náinni framtíð. Þessu er ekki
unnt að svara með nokkurri vissu. Eitt er þó áreiðan-
62