Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Qupperneq 67
Er þvi mjög nauðsynlegt að leggja allt kapp á að ná
eyrum og augum þjóðarinnar og benda henni á með
skýrum rökum, að breyta þurfi um stjórnarhætti. Eg
efast ekki um, að innan andstæðingaflokka okkar er
fjöldi fólks, sem er mjög óánægður, fólk sem að réttu
lagi á samleið með flokki okkar. Spurningin er aðeins
sú, hvort það getur losnað úr viðjum fyrri flokksbanda
og tekið höndum saman við Alþýðuflokkinn.
Það er víst og áreiðanlegt, að flokkur okkar getur átt
samleið með mörgum einstaklingum, hópum, samtök-
um og jafnvel flokkum, er byggja vilja starfsemi sína á
grundvelli lýðræðis og hefðu skilning og mátt til þess
að taka útrétta hendi okkar. Og það er áreiðanlega það
mikilsverða hlutverk, er bíður Alþýðuflokksins í náinni
framtíð. Ég hefi þá trú, að flokkurinn muni verða fús
til þess, og' jafnvel telja það skyldu sína, að kosta kapps
um að ná samstarfi við þau lýðræðissinnuðu umbóta-
öfl, er vildu og gætu átt samleið með flokki okkar. Þar
kemur að sjálfsögðu aldrei til mála samvinna við ein-
ræðisöfl kommúnista, né þeirra fjarlægu og landsskað-
legu sjónarmið í utanríkismálum. En verði íhaldsöflin
samt svo sterk og samstæð, að þau geti áfram ráðið
ríkjum í landinu, mun Alþýðuflokkurinn telja það
skyldu sína og hlutverk að vera í öflugri andstöðu og
þá einnig kosta kapps um að sameina til andróðurs þau
lýðræðissinnuðu umbótaöfl, er til þeirrar baráttu vildu
ganga. Á þessari stundu verður fátt um það sagt, hvaða
líkur myndu vera til þess að brjóta á bak aftur vald
þeirra íhaldsafla, er nú spenna greipum sínum um ís-
lenzk stjórnmál. En Alþýðuflokkurinn getur þar ekki
látið sinn hlut eftir liggja. Ríður þá mikið á að sam-
hæfa fylkingar flokksins, hafa náið og g'ott samstarf
65