Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 70

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 70
framgang margvíslegra velferðarmála almennings. í síðustu ríkisstjórn beitti hann sér fyrir því, að atvinna væri nægileg og komið í veg fyrir gengislækkun og aukningu dýrtíðar. Með valdatöku þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr, varð örlagarík breyting. Geigvænlegt atvinnuleysi hefur haldið innreið sína, og dýrtíð hefur aldrei fyrr aukizt jafnmikið á jafnskömmum tíma. Þess vegna verður að skipta um stjórnarstefnu. Úrslit næstu kosninga verða að tryggja, að tekin verði upp ný stefna, sem sjái öllum fyrir atvinnu, stöðvi vöxt dýrtíðar og tryggi öllum stéttum réttmætar tekjur í samræmi við störf þeirra. Alþýðuflokkurinn vi!3 gera skýra grein fyrir því, hvern hann telur eiga að vera kjamann í nýrri stjórnar- stefnu, sem hafi þetta markmið. Hann leggur því fram eftirfarandi: FRAMKVÆMDAÁÆTLUN FYRIR FJÖGUR ÁR. A. Höfuðmarkmiðið sé að auka hagsæld almennings og tryggja öllum stöðuga atvinnu. I. Sjávarútvcgsmál. 1) Komið verði á fót ríkisútgerð nokkurra togara til atvinnuöryggis og atvinnujöfnunar. 2) Bæjarútgerð togara verði aukin og efld. 3) Stuðlað verði að samvinnurekstri í bátaútveginum, og kappkostað að leysa vandræði bátaútvegsins með auknum sparnaði í rekstri og bættum vinnuaðferð- um bæði við veiðar og vinnslu aflans. 4) Stuðlað verði að byggingu nýrra fiskiðjuvera. Unnið verði að því, að fyrirtæki þau, sem vinna úr afla 68

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.