Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 72

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 72
III. Iðnaðarmál. 1) Haldið verði áfram virkjun orkulinda, vatnsfalla og jarðhita og' stuðlað að því, að iðnaður fái rafmagn við sem lægstu verði um land allt. 2) Hraðað verði byggingu sementsverksmiðju. 3) Gefinn verði frjáls, eftir því sem mögulegt er, inn- flutningur á hráefnum til iðnaðarframleiðslu. 4) Hafður verði hemill á innflutningi á þeim fullunnum iðnaðarvörum, sem auðvelt er að framleiða í land- inu. 5) Tollalöggjöfin verði endurskoðuð með það fyrir augum, að tollarnir verði yfirleitt þeim mun lægri, sem innflutta varan er minna unnin. 6) Framkvæmd verði út í æsar gildandi löggjöf um öryggisráðstafanir á vinnustöðvum. IV. Viðskiptamál. 1) Utanríkisverzlunin sé endurskipulögð í því skyni að gera hana ódýrari, svo að neytendum sé tryggt sem lægst verð á innfluttri vöru og framleiðendum sem hæst verð fyrir útflutta vöru. 2) Innflutningur og útflutningur sumra vörutegunda sé falinn einkasölum, ef hagkvæmt er að kaupa þær, selja eða flytja í sem stærstum stíl. Að öðru leyti sé lögð áherzla á að efla innkaupa- og sölusambönd útvegsmanna, iðnaðarmanna, samvinnufélaga og smákaupmanna. Jafnframt verði tryggt, að allir hlutaðeigendur njóti jafnrar aðstöðu í slíkum sam- tökum. 3) Samvinnuhreyfingin sé studd til þess að vinna að lækkuðum dreifingarkostnaði innanlands. 70

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.