Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 76
2) Kjördæmaskipun verði þannig, að kjósendum verði
tryggður sem jafnastur réttur til áhrifa á stjórn
ríkisins, jafnframt því sem stuðlað verði að því, að
starfhæfur meirihluti myndist á Alþingi, t. d. með
því að heimila myndun kosningabandalags.
E. Að friði, sjálfstæði og öryggi.
1) Höfð verði náin samvinna við hin Norðurlöndin,
m. a. með þátttöku í Norðurlandaráðinu.
2) Studd verði innan Sameinuðu þjóðanna sérhver við-
leitni til þess að ti*yggja heimsfrið, draga úr deilum
og lægja „kalda stríðið“, sem nú er háð.
3) Stutt verði innan Evrópuráðsins að aukinni sam-
vinnu lýðræðisríkjanna í Evrópu í stjórnmálum,
efnahagsmálum og menningarmálum.
4) Með hliðsjón af aðild íslands að Atlantshafsbanda-
laginu séu gerðar hér á landi þær ráðstafanir, sem
Islendingar telja nauðsynlegar til verndar friði á
Norður-Atlantshafssvæðinu og til öryggis Islandi.
I sambandi við slíkar ráðstafanir sé jafnan tekið
fyllsta tillit til sérstöðu Islendinga sem fámennrar
vopnlausrar smáþjóðar, haldið fast á rétti þeirra
samkvæmt gerðum samningum og staðið dyggilega
á verði um þjóðleg verðmæti.
Umbætur eða afturhald? Lýðræði eða einræði?
Það er kjarni þessarar framkvæmdaáætlunar, að næsta
kjörtímabil verði mótað af lýðræðissinnuðum umbót-
um. Alþýðuflokkurinn væntir ekki stuðnings við hana
frá afturhaldsmönnum eða einræðissinnum. Hann álítur
hins vegar, að frjálslyndir og lýðræðissinnaðir Islend-
74