Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 81

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Side 81
V erkalýðsmál. Frá verkalýðsinálanefnd. Framsögumaður Jón Sigurðs- son. 23. þing Alþýðuflokksins telur það höfuðskilyrði fyrir heilbrigðri þróun verkalýðssamtakanna, að þar sé að málum unnið á grundvelli fyllsta lýðræðis og beri því að vinna ötullega gegn því, að þeir, sem aðhyllast stefnu einræðis og ofbeldis fái eða hafi þar nokkur völd. Þingið lítur svo á, að ekki hafi verið hjá því komizt eins og á stóð, á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins, að alþýðuflokksfólk innan verkalýðssamtakanna hafi samstarf við fólk úr hinum tveim flokkunum, er telja sig vilja vinna í anda lýðræðis og þingræðis, til þess að varna því að kommúnistar næðu þar aftur völdum og aðstöðu til þess að misbeita samtökunum eins og þeir gerðu á þeim fjórum árum, sem þeir höfðu öll völd. Hinsvegar ber að líta á þetta samstarf lýðræðissinna sem tímabundið samstarf, því óeðlileg þróun verður það að kallast, að nokkur verkalýðsfélög skuli vera undir stjórn og hlíta forustu íhalds- og framsóknarmanna. Þingið telur, að markvisst og skipulega verði að því að vinna, að áhrifa Alþýðuflokksmanna gæti sem mest innan verkalýðssamtakanna og hvetur því allt flokks- 79

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.