Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 84
námsdeildir við iðnskólana, þeir gerðir að dagskól-
um og reknir af ríkinu.
6) Að lögð verði stóraukin áherzla á kennslu þjóð-
félagsfræða í skólum landsins og þar fjallað rækilega
um réttindi og skyldur þegna í lýðræðisþjóðfélagi.
7) Að námsmönnum verði veitt ívilnun við greiðslu
opinberra gjalda.
23. þing Alþýðuflokksins lítur svo á, að rekstur kvik-
myndahúsa eigi að vera í höndum sveitarfélaga eða
viðurkenndra menningarstofnana, og sé hagnaðinum
varið til að efla íslenzka kvikmyndagerð og til menn-
ingar- og mannúðarmála.
Kvikmyndaeftirlitið í landinu sé betur rækt en nú er.
23. þing Alþýðuflokksins heitir á alla Islendinga að
veita öflugan stuðning þeirri hreyfingu, sem risið hefur
fyrir byggingu veglegs húss yfir íslenzku handritin, en
þeim verður væntanlega skilað heim innan skamms.
Þingið telur nauðsynlegt, að flokkurinn haldi áfram
söfnun heimilda og gagna varðandi upphaf og sögu
alþýðuhreyfingarinnar hér á landi. Þarf að bjarga frá
eyðileggingu ýmsum skilríkjum, myndum og gögnum,
skrá endurminningar brautryðjenda og safna þessu efni
síðan á einn stað.
Þingið felur framkvæmdarstjórn flokksins að leita
samvinnu við stjórn Alþýðusambandsins um að fá til
þess einn eða fleiri menn að annast starf þetta og rita
sögu samtakanna. Jafnframt treystir þingið stjórnum
flokksfélaga og einstökum flokksmönnum að halda
áfram söfnun slíkra sögugagna hver á sínum stað, og
hafa nána samvinnu við þann mann eða menn, sem til
starfsins veljast.
Þingið skorar á miðstjórn flokksins að athuga gaum-
82