Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 88

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 88
 stakar þýSingarmiklar greinar úr aðalblaði flokks- ins og sendar flokksblöðunum út um land, og létu þau síðan greinar þessar fylgja blöðunum til kaup- enda sinna. 5) Þingið skorar á stjórn flokksins að kynna sér ná- kvæmlega þarfir og áhugamál fólksins um fram- kvæmdir á hinum ýmsu stöðum á landinu og gera tillögur á Alþingi um framgang þeirra. Þá þykir þinginu bera til þess brýna nauðsyn, að^ helztu for- ystumenn flokksins fari annað veifið út um land, haldi fundi og ræði við áhuga- og trúnaðarmenn flokksins. 6) Þingið telur nauðsynlegt, að flokkurinn hafi í þjón- ustu sinni erindreka, sem ferðist um meðal félag- anna, örvi starfsemi þeirra og stofni ný félög. 7) Þingið felur miðstjórn að kjósa, þegar eftir flokks- þing, þrjá menn til þess að hafa á hendi yfirstjórn kosningabaráttunnar á næsta vori í samráði við miðstjórn, fulltrúaráð og frambjóðendur. Skal einn (formaður) hafa heildarumsjón með kosningunum, annar umsjón með Reykjavík og hinn þriðji utan Reykjavíkur. 8) Þingið samþykkir, að miðstjórn flokksins skuli halda reglubundna fundi fyrsta virkan dag annars hvers mánaðar. 23. þing Alþýðuflokksins skorar eindregið á alla áhugasama flokksmenn, sem því geta við komið, að gefa sumarfrí sín á næsta ári til starfa fyrir flokkinn, fyrir alþingiskosningarnar. 86

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.