Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 89
Ýmsar ályktanir.
Frá allsherjarnefnd. Framsögumaður: Hannibal Valdi-
marsson.
Nefndin hélt einn fund og afgreiddi tillögur. Munu
nefndarmenn skipta með sér verkum um framsögu,
hinum einstöku tillögum til skýringar.
Svohljóðandi tillaga um bindindismál var nefndinni
send, og mælir hún með samþykkt hennar.
1) a. Um leið og 23. þing Alþýðuflokksins lýsir fullum
stuðningi við bindindissamtökin í landinu, skorar
það á þingum flokksins að vinna að því, að sett
verði ný og bætt áfengislöggjöf, þar sem fullt tillit
sé tekið til sjónarmiða bindindismanna í landinu,
enda telur þingið frumvarp það til nýrrar áfengis-
löggjafar, sem nú liggur fyrir Alþingi, algerlega
óviðunandi og vill, að þingmenn flokksins vinni
að falli þess.
Þá skorar þingið og á þingmenn flokksins og aðra
fulltrúa hans að berjast með fullri einurð gegn
því að leyft verði að brugga áfengt öl í landinu.
b. Ennfremur samþykkir þing Alþýðuflokksins að
skora á þingmenn flokksins að beita sér, á Al-
þingi fyrir auknum fjárframlögum ’til bindindis-
starfsemi og áfengisvarna.
87