Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 91

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 29.11.1952, Page 91
til samvinnufélagsskapar um rekstur þeirra með betri hagnýtingu og aukna atvinnu fyrir augum. 5) Þingið telur það höfuðnauðsyn, til þess að skapa atvinnulífinu sem jafnasta aðstöðu, hvar sem er á landinu, að lögfest verði jafnaðarverð um land allt á raforku og olíum, og skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að samþykkja löggjöf um það efni áður en Alþingi það, sem nú situr, lýkur störfum. 6) Þingið skorar á ríkisstjórnina að rannsaka gaum- gæfilega, hvort innlend heymjölsframleiðsla í stór- um stíl geti ekki sparað innflutning fóðurvara að verulegu leyti og orðið samkeppnisfær um verðlag við erlendan fóðurbæti. í þessu sambandi ber að athuga, hvort ekki sé hag- kvæmt að hagnýta til mjölgerðar, það úrgangsgræn- meti, sem eyðileggst nú með öllu hjá gróðurhúsa- eigendum. 7) Þingið telur, að rannsaka beri hið fyrsta, hvort ekki muni borga sig að setja upp pappírsgerð í öllum landsfjórðungum með það fyrir augum að nota rekaviðarmor, spæni, sag, afhögg við byggingar, pappírsúrgang, tuskur og svo framvegis til pappírs- og pappagerðar. Væri slík iðnframleiðsla til mikilla þrifa og hefði þannig verulegt menningargildi, auk þess sem hún gæti sparað nokkuð af þeim háu gjaldeyrisupphæð- um, sem Islendingar verja nú til innkaupa á pappa og pappírsvörum. 8) Þingið harmar það, að sífelldur dráttur skuli vera á undirbúningi og framkvæmdum heildarvatnsafls- virkjana fyrir Austfirði og Vestfirði. Vatnsskorturinn og hið háa verð á raforku fram- 89

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.