Úrval - 01.03.1965, Side 5
3. hefti.
24. árg.
Marz
1965
Úrval
Land sekkjapípanna
„Slan na Gael, — Skotlandi sé lof
og dýrð“. Sekkjapíputónlistin er
ekki bara tónlist. Hiín er þjóðar-
tákn.
Eftir James Stewart-Gordon.
ILNE’S er notaleg og
hlýleg krá í Edinborg.
Þar er skenkiborð úr
eik, eldgamalt, forn-
fálegar ljósakrónur og
húðaðir gluggar. Ég hélt eitt
sinn inn i krá þessa á listahátíð-
inni, því að mér hafði verið sagt,
að krá þessi væri fræg fyrir það
að vera samkomustaður skálda,
leikara og annarra listamanna. Það
var ekki orðið áliðið kvölds, en
samt voru mörg skozk ljóðskáld þar
þegar samankomin og voru önnum
kafin við að lesa upp ljóð sín hvert
fyrir öðru. Vinur minn, sem var
í fylgd með mér, hreifst svo af ljóð-
unum að hann fór skyndilega að
belja aríu úr „Pagliacci“, en hann
er tenórsöngvari við Covent Gard-
en-óperuna.
„tít fyrir með þetta, drengir,“
sagði kráreigandinn. „Það er eitt
að lesa upp ljóð, og annað að fara
að kyrja af fullum hálsi. Hér leyf-
um við engan söng.“
Söngurinn hætti, og skáldin hófu
ljóðalesturinn að nýju.
Svo barst til okkar ómur sekkja-
pípu utan af götunni, og brátt kom
pilsklæddur sekjapípuleikari inn úr
dyrunum. Hann lék „Hana norðurs-
ins“, sem er tryllingslegur bardaga-
söngur. Kráreigandinn hellti í glas
handa honum og bauð honum af
miklum innileika.
Ég sagði við hann: „Nú, fyrst
þú leyfir eina tegund hljómlistar,
hvers vegna lcyfirðu þá ekki alveg
eins aðra tegund hennar?“
„Sekkjopíputónlist er ekki bara
tónlist. Hún er tákn um þjóðar-
kennd okkar.“ Svo sló laann glasi
sinu utan í glas mitt og sagði:
— Readers Digest —
3