Úrval - 01.03.1965, Side 13
AFl OG ATLANTSHAFIÐ
11
þýddi ekki nokkurn hlut. „Hann
heyrir ekki orS, herra Woodbury,“
sagði hann, „hann mun ekki heyra
í lúSri Gabríels, þegar kalliS kem-
ur. Þeir verSa aS láta hann hafa
skijaboðin skriflega, þvi að öðrum
kosti fer A1 ekki fet. Þessi eyru hans
eru bara til skrauts.“
Á merkjamáli gerðum við samn-
ing við A1 þess efnis, að við feng-
um leigða kænuna hans, hvenær
sem hann þarfnaðist hennar ekki
sjálfur. Hún var jafngömul og hann,
en sterk og traust, bezta sjóskip,
18 fet á lengd. Hún var alveg tilval-
in fyrir mig, örugg og fór vel i úfn-
um sjó.
A1 var bláfátækur. Humargildr-
urnar hans voru heiinatilbúnar.
Þær voru úr viðarbútum, sem hann
hafði fundið víðs vegar. Og hann
missti þær jafnan allar, þegar ó-
veður komu. Hann reyndi aldrei
að storka veðrinu og ná í gildrurn-
ar, likt og hinir fiskemennirnir
gerðu. Hann stóð bara kyrr á
ströndinni og starði út á æðandi
hafiÖ. Svo sneri hann aftur inn í
kofann sinn og fór að smíða nýjar
gildrur í stað hinna gömlu, sem
hann áleit nú þegar glataðar.
Afi bætti úr þessu vandræða-
ástandi. Hann keypti sér nokkrar
víðitágar úr harðviði, og úr þeim
bjó hann til humargildrur, sem
allir fiskimennirnir í víkinni dáð-
ust að. Ég hjálpaði honuni til þess
að vefa netstubbana, scm festir
voru fyrir endana á gildrunum og
lokuðu humrana inni, þegar þeir
voru komnir inni i gildruna. A1
hafði ekki krafizt neins leigugjalds
fyrir að lána okkur kænuna, en
hann var mjög þakklátur, þegar afi
gaf honum nýju gildrurnar.
Og þannig' leið sumarið, eitt ynd-
islegasta sumar bernsku minnar.
Svo vöknuðum við einn morgun í
september í þeim mesta stormi, sem
ég hafði nokurn tíma lifað. Hafið
var allt ein samfelld hvítfyssandi
ólga, og sjórinn í litlu víkinni ólg-
aði einnig allur. „Við verðum víst
að búa til nýjar gildrur handa hon-
um Al, Davy,“ sagði afi við mig.
„Hann missir víst nýju gildrurnar
sínar í þessum hamförum."
Við gengum niður að fjörunni.
Þar stóðu fiskimennirnir þögulir
i hóp og störðu út á ólgandi hafið
úti fyrir nesoddanum. A1 var ekki
á meðal þeirra. „Nú, er hann ekki
kominn út enn?“ spurði afi.
Einn þeirra benti út á hafið og
sagði: „Hann er þarna einhvers-
staðar úti fyrir. Hann er að reyna
að ná í nýju gildrurnar sinar. Við
gátum ekki haldið aftur af honum.
Hann heldur meira upp á þessar
nýju gildrur en noklcurn annan
hlut, sem hann hefur átt.“
„Hann verður að halda í land
alveg tafarlaust!“ hrópaði afi.
„Hann drepur sig í þessum ofsa.
Við verðu mað gefa honum merki
um að halda strax að landi.“
Þeir sögðu ekkert um stund.
Loks muldraði einn þeirra: „Kemst
ekki inn. Hann er búinn að brjóta
aðra árina.“
Það var sem eldingu hefði lostið
niður í afa. „Við förum út og sækj-
um hann,“ hrópaði hann æstur.
„Hver vill koma með mér?“
Enginn gaf sig fram. Afi leit af
einum á annan. Einn þeirra ypptí