Úrval - 01.03.1965, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
öxlum og sagði: „Farðu, ef þú vilt.
Þú kemur ekki aftur.‘
Afi hikaði aðeins andartak, síS-
an skálmaSi hann niður aS bátn-
um í fjörunni. Ég liljóp æpandi á
eftir honum: „Nei, afi! FarSu ekki!
Farðu ekki!“
Hann hafði misst af sér hattinn
í rokinu, og þegar hann sneri sér
við, myndaði þunnt, silfurgrátt
hárið líkt og baug um höfuð hon-
um. Hvíta skeggið hans stóð beint
út i loftiö i storminum, og hann
leit alvég út eins og ég hafði ímynd-
að mér, að Guð hlyti að líta út, þeg-
ar honum var lýst fyrir okkur í
sunnudagaskólanum. „Mig sakar
ekki neitt, Davy,“ hrópaði hann.
„Ég ætla að draga A1 inn.“ Svo
stökk hann upp i einn af bátunum
i fjörunni. Ég stökk upp í hátinn á
eftir honum.
„Nei, Davy! Farðu úr bátnum,“
hrópaði hann. Hann þreif harkalega
í öxl mér. „Gerðu eins og ég segi.“
„Ég geri það ekki. Ég ætla með
þér.“
Hann leit sem snöggvast livasst á
mig. Svo tók hann upp þungar ár-
arnar og lagði þær við keipar. Ég
stóð frammi i stefni, og afi gnæfði
yfir mig. Hann beitti árunum á al-
veg sérstakan hátt, eins og hann
hafði kennt mér að gera i úfnum
sjó i stað þess að róa á venjulegan
hátf. Nú leit hann ekki lengur út
sem Guð, heldur sem einn af þess-
um riddurum, sem mamma hafði
lesið um upphátt i sögunni um Arth-
úr konung. Ég var afa svo innilega
þakklátur fyrir að hafa lofað mér
með sér. Ég var alls ekkert hrædd-
ur.
Þegar við náðum út úr sjónum í
víkinni, varð hávaðinn svo ofboðs-
legur, að liann ætlaði alveg að æra
mann. Stefni bátsins virtist stund-
um stefna beint upp í loftið, og
svo stakkst það niður á við, niður,
líkt og það ætlaði alveg til botns.
Afi hélt áfram að beita árunum
á þennan sérstæða hátt. Það voru
hæg, mjög löng áratog. Hann reikn-
aði út tímalengdina og hreyfðist
eins og pendúll i klukku, alveg
reglubundið. Hann virtist vera
sterkasti maðurinn í öllum heimin-
um.
Fyrir utan tangann gerðust öld-
urnar svo stórar, að við hurfum
alveg niður á milli þeirra, þann-
ig að við sáum alls ekki til lands.
Þegar svo vildi til, að bæði okkar
bátur og Als voru uppi á ölduföld-
um, komum við auga á hann rétt
sem snöggvast. Hann reri lifróður
með annarri árinni, fyrst á annað
borðið, siðan hitt, en honum mið-
aði ekkert áfram. Hann var búinn
að draga upp allar gildrurnar, og
þær lágu þarna í stafla umhverfis
hann og gerðu það að verkum, að
sumar öldurnar skoluðust alveg yf-
ir kænuna hans vegna hleðslunnar.
Öldurnar voru að hrekja hann
smátt og smátt i átt til klappanna,
þar sem grænt löðrið þeyttist i
allt að 50 fet i loft upp. Yið höfð-
um ekki rnikinn tíma til stefnu.
Afi stefndi beint á hann. Þegar
við vorum komnir á hlið við hann,
hallaði afi sér yfir borðstokkinn
og hristi öxl hans. Ég mun aldrei
gleyma svipnum á andliti Als. Það
var eins og sólin hefði skyndilega
brotizt fram úr skýjunum. Afi benti